Erlendir styrkir og fjármagn

Nauðsynlegt er fyrir fyrirtæki í hröðum vexti að hafa aðgengi að fjármagni.  Hér fyrir neðan eru helstu styrkir og fjármögnunarleiðir sem frumkvöðlum og fyrirtækjum stendur til boða að nálgast. 

Erlendir styrkir og fjármagn

H2020 Rammaáætlun ESB (2013 - 2020) um rannsóknir, þróun og nýsköpun er helsta tól ESB til fjármögnunar rannsókna í Evrópu. Einstaklingar, fyrirtæki, háskólar, rannsóknarstofnanir og ýmis samtök á Íslandi geta tekið þátt í verkefnum innan Horizon 2020.  

Uppbyggingasjóður EES (áður Þróunarsjóður EFTA) var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja. Heildarupphæð sem varið verður til styrkja á árunum 2014 - 2021 er 1,5 milljarðar evra. Hvert styrktarland setur fram og rekur sína áætlun. Það þýðir að formlega verða fyrirtæki og stofnanir í þessum löndum að vera í forsvari fyrir umsókn um styrk til stjórnvalda í sínu landi.  Í samræmi við stefnuskrá sjóðsins er skilyrði fyrir styrkveitingu að verkefnið sé  a.m.k tvíhliða, þ.e. þátttaka stofnana frá einu eða fleirum EFTA ríkja er skilyrði. Tekið skal fram að kostnaður stofnana frá EFTA ríkjum er greiddur í samræmi við þátt þeirra  í verkefnunum og verðlag í viðkomandi ríki.

COSME  Samkeppnisáætlun ESB er áætlun sem miðar að litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Aðalmarkmið hennar er að stuðla að samkeppnihæfni og sjálfbærni lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Erasmus+ er skiptiprógramm á milli landa, þar sem nýir og upprennandi íslenskir frumkvöðlar geta fengið styrk til fara út og læra af reyndum frumkvöðlum sem hafa náð árangri í sínum geira. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslenska frumkvöðla til að öðlast reynslu erlendis, læra af reyndum frumkvöðli og stækka tengslanet sitt. Frekari upplýsingar um prógrammið má finna á heimasíðu þess, eða hafa samband við Mjöll Waldroff, mjoll@nmi.is. 

COST er milliríkjasamstarf 35 COST Evrópulanda um netsamstarf á sviði vísinda- og tæknirannsókna. Nánari upplýsingar er að finna hjá Rannís.  

EUREKA er samstarfsvettvangur á forsendum fyrirtækjanna. Umsóknir fara í mat heimalandanna. Tækniþróunarsjóður getur fjármagnað Eureka verkefni. Milliríkjasamstarf  40 Evrópulanda og Evrópusambandsins um tækni- og iðnþróun. Nánari upplýsingar veitir Rannís - www.rannis.is

Undir EUREKA er verkefni sem heitir Eurostars. Það hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun. Eurostars-verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er. Eurostars-verkefni eru unnin á forsendum fyrirtækjanna sem eru í forsvari og eru verkefnin nálægt markaði. Umsóknafrestur er til 1. mars hvers árs. 

Evrópsk vefsíða um styrkjamöguleika LMF, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Upplýsingar um hvar mismunandi gerðir lítilla og meðalstórra fyrirtækja geta sótt stuðning. 

Skattafrádráttur til rannsókna- og þróunarverkefna en markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni. Nánari upplýsingar er að finna hjá Rannís. 

Karolina fund- er íslensk hópfjármögnunarsíða. Hópfjármögnun er óhefðbundin fjármögnun því hún veitir aðilum tækifæri til að nálgast hóp af fjárfestum án fjármálastofnana. Þessi fjármögnunarleið á vel við nýsköpunarfyrirtæki og frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnurekstri, eiga litlar eignir og hafa því takmarkaðan aðgang að hefðbundnum fjármögnunarleiðum svo sem lánastofnunum.

Fjárfestar  Hægt er að fá aðstoð við að tengjast bæði innlendum sem og erlendum fjárfestum. Jafnframt að fá aðstoð við hvernig best er að nálgast fjárfesta og hvernig gera skal  fjárfestakynningu sem nær til fjárfesta. 

 


Berglind Hallgrímsdóttir
Berglind Hallgrímsdóttir
Sérfræðingur
Katrín Jónsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Verkefnastjóri
Kjartan Due Nielsen
Kjartan Due Nielsen
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)
Mjöll Waldorff
Mjöll Waldorff
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)