Eurostars áætlunin

Eurostars áætlunin er styrkjakerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun. Eurostars-verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er.

Nánar um Eurostars

Eurostars er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun.

Umsýsla Eurostars verkefnisins er nú í höndum Rannís.

https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/eurostars/

 

Eurostars-verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er. Þau eiga að vera til almenningsnota en ekki hernaðarnota. Markmið þeirra sé þróun á nýrri vöru, ferli og þjónustu. Eurostars-verkefni eru samstarfsverkefni milli a.m.k. tveggja lögaðila frá tveim Eurostars-löndum sem taka virkan þátt í áætluninni. Auk þess er skilyrði að aðalumsækjandinn í verkefninu sé lítið eða meðalstórt fyrirtæki (LMF) sem stundar sjálft rannsóknir og þróun og sé frá einu af Eurostarslöndunum. Fjármögnun verkefnanna er að mestu leyti frá þátttökulöndunum, á Íslandi frá Tækniþróunarsjóði en ESB leggur til viðbótar "top-up" til Eurostars-áætlunarinnar.

Hlutverk þátttakendanna í verkefninu skal vera a.m.k 50% af verkþáttum verkefnisins sé unnið af þeim. Gert er ráð fyrir að nokkurt jafnræði sé með þátttakendunum og enginn einn aðili verkefnisins vinni meira en 75% af verkefninu.

Eurostars-verkefni eru unnin á forsendum fyrirtækjanna sem eru í forsvari og eru verkefnin nálægt markaði. Verkefnin geta verið að hámarki til 3ja ára og skyldi afrakstur verkefnisins sem vara eða þjónusta vera tilbúin á markað eftir 2 ár frá verkefnislokum. Undantekning frá þessu er fyrir verkefni á sviði heilbrigðistækni eða læknisfræði en þar skulu klínískar rannsóknir hefjast innan 2ja ára frá verkefnislokum.

Þau 34 lönd sem taka virkan þátt í Eurostars-áætluninni eru Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ísland, Írland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxembúrg, Malta, Holland, Noregur, Pólland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Suður Kórea, Svíþjóð, Sviss, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Hámarksstuðningur til íslensks hluta Eurostars verkefnis getur orðið:
- 15 m.kr við 1 árs verkefni
- 30 m.kr við 2ja ára verkefni
- 45 m.kr við 3ja ára verkefni

Nánari upplýsingar um EUROSTARS veitir:
Rannís

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Eurostars, en öll samskipti eru um heimasíðuna, á beinlínuformi og í lokin er umsókn send inn á síðunni.

http://www.eurostars-eureka.eu/

Hægt er að gerast áskrifandi að Eureka fréttabréfinu á Eureka heimasíðunni. www.eurekanetwork.org/newsletter


Eldri kynningarfundur

 

Eurostars _Logo

Kynningarfundur um Eurostars áætlunina í janúar 2018

Eurostars áætlunin

Snæbjörn Kristjánsson, stjórnarnefndarfulltrúi Eurostars á Íslandi (NPC)

Leit að samstarfsaðila

Kjartan Due Nielsen verkefnisstjóri, Europe Enterprice Network, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Hvað þarf fyrir góða Eurostars umsókn?

Einar O. Mäntylä, verkefnisstjóri, Háskóla Íslands. Fulltrúi í Eurostars International Evaluation Panel.