Keppnir og hraðlar

Við höfum milligöngum með erlendar keppnir eins og Nordic Startup Awards og Creative Cup. Báðar þessar keppnir hafa það að markmiði að efla tengsl íslenskra sprota við erlendu sprotasenuna. 

Við skipuleggjum markviss og skilvirk fyrirtækjastefnumót á alþjóðlegum ráðstefnum sem auka líkur á viðskiptasamningum og spara fyrirtækjum tíma og peninga. Einnig skipuleggjum við fyrirtækjasendinefndir út um allan heim sem eru sérhannaðar fyrir viðskiptavini okkar og hafa leitt til samstarfssamninga, þökk sé góðum undirbúningi, staðbundinni þekkingu og leiðsögn sérfræðinga.

Keppnir og hraðlar

Creative Business Cup - alþjóðleg keppni fyrir fyrirtæki innan skapandi greina, sem hafa hátt nýsköpunargildi og mikla markaðsmöguleika.  

Nordic Startup Awards

Erlendir samstarfsaðilar og sérfræðingar- í gegnum fyrirtækjastefnumót, alþjóðlegar ráðstefnur, fyrirtækjasendinefndir komum við viðskiptavinum okkar í tengingu við erlenda sérfræðinga sem leiða oft til arðbærra samstarfssamninga.

 

Norræn nýsköpun– Ný samastarfsáætlun í nýsköpunar- og atvinnulífsmálum leggur áherslu á frumkvöðlastarf og fjármögnun, grænan hagvöxt, nýjar velferðarlausnir og menningau og skapandi greinar í þágu hagvaxtar. Margt jákvætt hefur gerst í þeim málum og höfum við tekið virkan þátt í að efla okkar þátttöku í slíku átaksverkefni. Hluti af því eru opnanir á Nordic Innovation House í Bandaríkjunum ( vísa á NIH NY og Silicon Valley ) Nordic Startup Awards, Creative Business Cup ofl. verkefni sem tengja beint við áætlanir þessar. 


Berglind Hallgrímsdóttir
Berglind Hallgrímsdóttir
Sérfræðingur
Kjartan Due Nielsen
Kjartan Due Nielsen
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)
Katrín Jónsdóttir
Katrín Jónsdóttir
Verkefnastjóri
Mjöll Waldorff
Mjöll Waldorff
Verkefnastjóri - Evrópumiðstöð (EEN)