Norræna vatnstjónaráðstefnan

Grand Hotel Reykjavík 29. – 30. ágúst 2019

Vatnstjón, vatnsskaði, vatnsgæði og heilsufar

Í ár fjallar Norræna vatnstjónaráðstefnan um vatnstjón og afleiðingar þeirra bæði varðandi skemmdir og heilsufar. Farið verður yfir vandamál er snúa að uppbyggingu, endingu og efnisvali í byggingum, bæði í nýbyggingum sem og í viðhaldi.  Einnig verða skoðuð almenn vatnsgæði er snúa að uppsetningu og viðhaldi pípulagna. 

Hittu starfsfélaga af Norðurlöndum og hlýddu á aðila sem leysa rakavandamálin!

Fimmtudagur 29. ágúst

8.45     Húsið opnar, skráning og kaffi


9.15     Dagskráin hefst


  • Drykkjarvatn, lagnir og heilsa

  • Votrými (baðherbergi/eldhús) og heilsufar
  • 
Nýbyggingar, fúsk og viðhald

  • Ending og vandamál byggingarvara og byggingarhluta

16.45   Ráðstefnulok á fyrsta degi


19.30   Kvöldverður

Föstudagur 30. ágúst

9.00     Ráðstefnan heldur áfram        


  • Rannsóknir, þróun og framtíðarlausnir
  • Tryggingar og hringrásarhagkerfið


13.00   Ráðstefnulok og hádegisverður

             

Skráning á ráðstefnuna

Verð


Innifalið í ráðstefnuverði er ráðstefnan og ráðstefnugögn, kaffiveitingar, hádegismatur báða dagana og kvöldverður á fimmtudeginum. 
Ráðstefnugjald er 86.000 kr. 

Skráning er hér á vefnum www.nordiskavattenskaderadet.nu/

Af Íslands hálfu stendur Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands að ráðstefnunni.


Munið Rb ritin

Nú höfum við opnað fyrir aðgang að öllu Rb-safninu.  Með greiðslu hóflegs árgjalds kr. 24.975 fæst nú fullur aðgangur að Rb-blöðunum. Með aðganginum fæst ótakmörkuð heimild til að skoða, hlaða niður og prenta hvert einasta Rb-blað sem er í gildi.  Inni í árgjaldinu eru einnig ný Rb-blöð sem koma út á árinu. 


Kristmann Magnússon
Kristmann Magnússon
Verkefnastjóri
Ólafur Wallevik
Ólafur Wallevik
Forstöðumaður