Ráðgjöf og fræðsla

Mikilvægt er að niðurstöður rannsókna og aðrar leiðbeiningar berist til starfsmanna byggingariðnaðarins og annarra með skilvirkum hætti. Rannsóknarstofa byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands miðlar viðeigandi upplýsingum eftir tiltækum leiðum með samtölum, tölvupósti og RB-tækniblöðum auk þess sem rannsóknarskýrslur og sérrit eru til yfir stærri verkefni.

Sérfræðingar Rb á Nýsköpunarmiðstöð hafa auk þess kennt við tækniskóla og háskóla auk þess að halda námskeið og taka þátt í ráðstefnum innanlands og utan á sérsviðum sínum.