Rannsókna­stofa byggingar­iðnaðarins

Helstu fagsvið Rannsóknastofu byggingariðnaðarins eru húsbyggingartækni, burðarþol, efnistækni þ.e.a.s. jarðefna og annarra húsbyggingarefna, hljóðtækni og yfirborðsmeðhöndlun.


Um Rb

Hlutverk deildarinnar er að þjónusta viðskiptavini með prófunum og upplýsingagjöf, fræða fagaðila og almenning um mikilvæg málefni á sviði mannvirkja og að veita ráðgjöf og umsagnir um byggingarvörur og/eða framleiðslu þeirra.

Á rannsóknastofu fara fram prófanir á ýmsum byggingarefnum. Aðallega er um að ræða prófanir á sviði húsbyggingatækni, vegtækni, steinsteyputækni og jarðfræði/jarðtækni. Innan húsbyggingatækni er einnig stórt sérrými fyrir hljóðmælingar.

Mikið er um að prófanir séu staðlaðar og framkvæmdar með sérbyggðum tækjum, en einnig er töluvert um óstöðluð próf. Óstöðluð próf krefjast sérundirbúnings og uppstillingar í hvert sinn og eru ýmis álagspróf algengust. Hér er átt við álagspróf á t.d. festingum, húseiningum og öðrum sérsmíðuðum hlutum. Staðlaðar prófanir eru helst framkvæmdar á jarðefnum, steinsteypu, malbiki, steypustyrktarstáli, stálfestingum, einangrun og gluggum.

Þó flestar prófanir fari fram innandyra á rannsóknastofu, er nokkuð um mælingar og prófanir á byggingarstað. Má þar helst nefna rakamælingar og mælingar á þéttleika húsa, töku sýna úr steinsteypu, malbiki og öðrum byggingarefnum ásamt hvers konar ástandsmati mannvirkja.

Forstöðumaður Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins er Ólafur H. Wallevik.


Ólafur Wallevik
Ólafur Wallevik
Forstöðumaður