Rb-blöð og sérrit

Rb blöð innihalda tæknilegar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur viðhaldi, hönnun og byggingu mannvirkja. Blöðin eru mikið notuð af fagmönnum í byggingariðnaði og húseigendum til viðmiðunar um viðhald og gerð mannvirkja.

Vísað er í Rb blöð í reglugerðum um byggingarmál og til þess ætlast að þau séu höfð til hliðsjónar við hönnun, skipulag og frágang mannvirkja og bygginga. Þau eru seld bæði í áskrift og lausasölu í vefverslun og útgáfu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Í sérritum er fjallað ítarlega um ýmis byggingartæknileg málefni. Alls hafa komið út um 80 sérrit og hafa þau verið mikið notuð af nemendum og starfsmönnum í byggingariðnaðinum.  Hægt er að panta sérritin í vefverslun Nýsköpunarmiðstöðvar eða í síma: 522 9000 / netfang: margret.th@nmi.is