Allar umsóknir og stuðningsverkefni á einum stað. Upplýsingar um styrki.
Fréttir og útgáfa
.
Flokkun:

05. janúar 2021
Frumkvöðlasetur í 20 ár - rit eftir Runólf Smára
Út er komið ritið Frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir Runólf Smára Steinþórsson með viðtölum við frumkvöðla og aðstandendur setranna.

16. desember 2020
Covid-skýrsla í stað samkeppnisvísitölu frá Alþjóðaefnahagsráðinu í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) gefur ekki út hefðbundna skýrslu eins og það hefur gert frá árinu 1979, um samkeppnishæfni þjóða, heldur sérstaka skýrslu um alþjóðlega samkeppnishæfni vegna Covid.

10. desember 2020
Ný bók fyrir framhaldsskóla um nýsköpun
Út er komin samnorræn kennslubók fyrir framhaldsskóla um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á Norðurslóðum. Til viðbótar við kennsluefnið sjálft, eru dæmisögur ungra frumkvöðla frá löndunum fjórum sem lýsa nokkuð vel þeim fjölbreyttu áskorunum sem þessir frumkvöðlar glímdu við – og ekki síst, hvernig þeir náðu að leysa þær.

02. desember 2020
Enterprise Europe Network flyst til Rannís
Hlutverk og skyldur Enterprise Europe Network á Íslandi munu flytjast til Rannís, frá og með 1. janúar 2021 og tveir starfsmenn fylgja verkefninu á nýjar slóðir.

18. nóvember 2020
Controlant hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2020
Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2020 voru veitt við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti fyrirtækinu Controlant verðlaunin sem veitt hafa verið framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum frá 1994.

28. október 2020
Loftslagsvæn álframleiðsla
Íslenska fyrirtækið Arctus Aluminium ehf. hefur í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands unnið að þróun álframleiðsluferils sem gefur frá sér súrefni í stað koltvísýrings. Notuð eru forskaut úr málmblöndum í stað kolefnis og bakskaut úr keramiki.

15. október 2020
Fyrirmyndarstofnun ársins 2020
Nýsköpunarmiðstöð Íslands var valin Fyrirmyndarstofnun ársins 2020 í sínum stærðarflokki.

09. október 2020
Nýtt Rb blað um rakaöryggi
Rannsóknastofa byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út nýtt Rb blað sem nefnist Rakaöryggi bygginga, skipulag, áætlanagerð og framkvæmd. Blaðið inniheldur yfirlit yfir ábendingar fyrir byggingaraðila sem vilja takmarka óæskilegan raka í byggingarefnum á framkvæmdastigi bygginga.

01. október 2020
Úthlutun styrkja úr Stafrænu forskoti
Stafrænt forskot - markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga um allt land með stuðningi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í gegnum byggðaáætlun.

27. ágúst 2020
Smáforrit sem auðveldar flokkun vann ,,besta gagnaverkið"
Sigurvegarar besta gagnaverkefnisins hlutu 750 þúsund krónur í verðlaun og voru það þeir Davíð Phuong Xuan Nguyen, Róbert Ingi Huldarsson, Þórður Ágústsson og Þórður Friðriksson, eða Volgar pulsur.