2,5 milljónir í verðlaun í stærsta stafræna hakkaþoni sem haldið hefur verið á Íslandi

2,5 milljónir í verðlaun í stærsta hakkaþoni sem haldið hefur verið á Íslandi

 

Nýsköpunarkeppninni Hack the Crisis Iceland lýkur á hádegi í dag. Þetta er stærsta stafræna hakkaþon sem haldið hefur verið hér á landi með nærri tvöhundruð þátttakendum víða að úr heiminum.

 

Hakkaþonið (lausnarmótið) hófst 22. maí og stóð yfir alla helgina í formi beinna vefútsendinga og fjarfunda. Alls bárust yfir 64 lausnir, sem gera samtals 128 lausnir,  því teymin máttu skila lausninni í tvo flokka. Það var framar björtustu vonum og þurftu skipuleggjendur að framlengja dómarastörf um einn dag til að velja tólf bestu verkefnin til kynningar í fimm flokkum.

 

  • Nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu
  • Nýskapandi lausnir í félags- og velferðarmálum
  • Nýskapandi lausnir í menntamálum
  • Nýskapandi lausnir í atvinnumálum
  • Opinn flokkur

 

Yfir fimmtíu mentorar úr viðskiptalífinu gáfu vinnu sína til að leiðbeina teymum. Á annan tug dómara í öllum flokkum hlustuðu svo á kynningar síðustu daga.

 

Keppendur voru hvaðanæva að úr heiminum og voru sum keppnisteymanna samsett af fólki í mismunandi heimsálfum. Þátttakendur utan Íslands voru m.a. frá Englandi, Bandaríkjunum, Kína, Brasilíu, Danmörku, Egyptalandi, Mexíkó og Kólumbíu.

 

Skipuleggjendur voru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reboothack og Fjármálaráðuneytið. Þeir vilja þakka hinum fjölmörgu þátttakendum fyrir frábærar lausnir. Einnig er þeim sem fluttu fyrirlestra á meðan keppninni stóð, mentorum og dómurum þakkað fyrir sitt framlag.

 

Verðlaunin í Hack the Crisis Iceland eru gefin af Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Heilbrigðisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, Reykjavíkurborg,  Félagsmálaráðuneyti, Menntamálaráðuneyti, Island.is, CCP, Samabandi Íslenskra sveitafélaga, Viðskiptaráði Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 

Úrslit verða tilkynnt í dag í beinu streymi frá Stúdíó Sýrlandi og hefst verðlaunaafhendingin klukkan 12.00. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun vera með opnunarræðu og afhenda verðlaun. Streymt verður beint frá Facebooksíðu viðburðarins.

 

Þau teymi sem sigra í hverjum flokki fá 500.000 kr. í verðlaunafé, Design thinking hraðal og aðstöðu á frumkvöðlasetri þar sem sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar annast fræðslu, stuðning og eftirfylgni.  

Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar

Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar

Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar Reykjavíkurborg býður húsnæði til leigu í Gufunesi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði fyrir áhugaverð skapandi verkefni. Til ráðstöfunar eru rúmlega 9 þús. fermetrar sem ætlunin er að nýta sem hluta af viðspyrnu vegna erfiðs efnahagsástands í kjölfar covid-19 faraldursins og eru ekki í notkun í dag eða eru að losna.
Útskrift Brautargengiskvenna vorönn 2020

Útskrift Brautargengiskvenna vorönn 2020

22 konur útskrifuðust á dögunum af Brautargengi sem er námskeið ætlað konum til að þróa eigin viðskiptahugmynd. Hópurinn vann hörðum höndum alla vorönnina að verkefnum sínum.