Að hugleiða framtíðir - Málstofa

Á föstudaginn verður haldin málstofa um framtíðir fyrir kennara og áhugasama um framtíðina. Málstofan er haldin í tilefni af útgáfu kennslubókarinnar Að hugleiða framtíðir. Bókin er gefin út af Framtíðarsetri Íslands í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Framtíðarfræðingurinn Peter Bishop mun fjalla um bókina og mikilvægi þess að skapa ungu fólki tækifæri til að móta sína framtíð. Peter Bishop er einn þekktasti fræðimaður á sínu sviði og er frumkvöðull í menntun ungs fólks á sviði framtíðarfræða.

Jafnframt verður fjallað um á hvern hátt bókin gæti nýst í kennslu á sviði frumkvöðla og nýsköpunarmenntunar.

Ekki er þörf á skráningu á málstofuna - hún er opin öllum sem á henni hafa áhuga. 

Slóð á Teams-fundinn föstudaginn 19. mars kl. 15.

Hægt er að skoða kynningu á bókinni á þessari slóð

Ullarþon hefst í dag - enn hægt að skrá sig!

Ullarþon hefst í dag - enn hægt að skrá sig!

Frábær skráning er í Ullarþon, sem Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda, stafrænt um helgina. Hægt er að skrá sig til 27. mars.