Aðgerðir til að auka nýsköpun hjá hinu opinbera var kynnt í dag

Markmið aðgerðaáætlunar um opinbera nýsköpun sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í dag er að opinberar stofnanir nýti nýsköpun til þess að mæta áskorunum nútíðar og búa sig undir framtíðina. Opinberir aðilar stundi nýsköpun til að bæta opinbera þjónustu og gera hana skilvirkari, í takt við þarfir notenda. Nýsköpun fer fram í samvinnu við aðra opinbera aðila sem og einkaaðila. Aðgerðirnar miða að því að því að bæta þekkingu á möguleikum nýsköpunar, auka samvinnu innan hins opinbera og við einkamarkað, og auka notkun opinna gagna hins opinbera og fela í sér í alls 12 aðgerðir.

 1. Samstarfshópar þvert á stjórnsýsluna. Þekkingarmiðlun á milli starfsstétta er nauðsynleg til að efla samstarf ríkisstofnana og hvetja til nýsköpunar. Nokkrar starfs-stéttir eru nú þegar með mótaðan vettvang t.d. sviði mannauðsstjóra ríkisins. Hér er tækifæri til að deila verkefnum og reynslu, bæta vinnulag og þjónustu. Hvatt verður til og stutt við mótun fleiri slíkra hópa.
 2. Nýsköpun í opinberum innkaupum. Mikilvægt er að kynna hvaða leiðir eru í boði í opinberum innkaupum til að vinna að nýsköpun. Lagaumgjörðin veitir skýra mögu-leika sem lítil þekking er á bæði hjá opinberum starfsmönnum og einkaaðilum. Staðið verður að aukinni fræðslu um málefnið.
 3. Nýsköpunarmót fest í sessi. Fyrsta Nýsköpunarmót hins opinbera var haldið í október 2019 (sjá nánar HÉR). Mótið þótti takast mjög vel og hefur verið rík eftirfylgni í kjölfar mótsins. Næsta mót er fyrirhugað í október 2020.
 4. Fréttabréf um opinbera nýsköpun. Á vefnum www.opinbernyskopun.island.is  geta opinberir aðilar deilt nýsköpunar-verkefnum sín á milli og þar má finna fréttir og fræðslu um málefnið. Með fréttabréfi eru þessi mál færð nær opinberum starfs-mönnum og fræðsla og þekkingarmiðlun aukin.
 5. Fjármögnunarmöguleikar opinberrar nýsköpunar. Ein af áskorunum stofnana við innleiðingu nýsköpunarverkefna er fjármögnun þeirra. Settur verður af stað hópur til þess að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi nú og hvað væri hægt að gera til að bæta aðgengi að fjármagni.
 6. Stefna um stafræna þjónustu. Stefna ríkisstjórnarinnar um stafræna opinbera þjónustu er skýr, Ísland verði meðal þeirra fremstu í heiminum að veita stafræna opinbera þjónustu. Stefnan verður formlega gefin út á árinu 2020.
 7. Nýsköpunarvogin. Nýsköpunarvogin verður framkvæmd til þess að meta stöðu nýsköpunar innan hins opinbera og auka þekkingu. Könnunin er norrænt verkefni sem fer fram í annað sinn hér á landi haustið 2020.
 8. Hagnýting opinberra gagna. Til þess að vekja athygli á opnum gögnum hins opinbera verður haldið Gagnaþon haustið 2020. Áherslan að þessu sinni verður að tengja saman gagnasett mismunandi stofnana til þess að bæta umhverfisvitund. Er von til þess að verkefnið hvetji til hagnýtingar þeirra opinberu gagna sem nú þegar er aðgengi að og hvetji stofnanir til að veita aðgengi að frekari gögnum. Þá er verkefnið til þess fallið að auka samvinnu á milli opinberra aðila og einkaaðila og hvetja til nýsköpunar.
 9. Bætt aðgengi að opinberum gögnum. Með innleiðingu á Strauminum (e. X-Road) verður lögð áhersla á að tengja opin gögn í vörslu opinberra aðila með almenningi. Með Straumnum verður deiling gagna auðveldari fyrir stofnanir um leið og tímanleiki gagna batnar.
 10. Mælaborð fyrir stjórnendur. Gífurlegir möguleikar felast í samanburði fyrir ríkisaðila á rekstrar- og mannauðs-gögnum á milli stofnana. Slíkt mælaborð byði upp á mikla möguleika til umbóta og nýsköpunar í starfsemi stofnana. Hafin verður vinna við mótun slíks mælaborð með þarfir stjórnenda að leiðarljósi.
 11. Notkun, tækifæri og áskoranir gervigreindar hjá hinu opinbera. Mikilvægt er að styðja við vegferð opinberra stofnana þegar kemur að notkun gervi-greindar að því leyti að til sé aðgengilegt efni um möguleika gervigreindar, hvernig hún nýtist best og hvað þurfi að hafa í huga við notkun tækninnar. Í spurningakönnun sem send verður öllum ríkisaðilum verður skoðað að hve miklu leyti opinberir aðilar nýta sér gervigreind og hvernig. Í kjölfarið verða áskoranir og tækifæri gervigreindar fyrir hið opinbera greind.
 12. Mótuð verði umgjörð um aðgengi að opinberum gögnum. Mótaðar verði skýrar leikreglur fyrir opinbera aðila um hvaða gögn skuli deila með almenningi og hvernig að því skuli staðið.

 

Þess má geta að sérfræðingar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands vinna mörgum verkefnum í aðgerðaráæltunni með Fjármálaráðuneytinu  nú þegar. Ótrúlega flott verkefni  sem bæta samfélag og miða að því að efla nýsköpun í opinbera geiranum. 

 

 

Öll fréttin hér!

Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Áskoranir leiða af sér lausnir

„Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun“ .Grein eftir Sigríði Ingvarsdóttur, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Hafsjór af hugmyndum. Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem er hluti af Sóknaráæltun og er …

Hafsjór af hugmyndum nýsköpunarkeppni fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

Sjávarútvegsklasi Vestfjarða kallar eftir ferskum hugmyndum með Nýsköpunarkeppninni "Hafsjó af hugmyndum" fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Markmið keppninnar er að: Hvetja starfandi fyrirtæki, frumkvöðla og nemendur til nýsköpunar. Skapa ný og eftirsóknarverð störf í sjávarútvegi eða tengdum greinum á Vestfjörðum. Auka virði og framlegð úr því hráefni sem berst í land sem og ónýttum auðlindum á Vestfjörðum.