Afhending úr Nýsköpunarsjóði Þorsteins I. Sigfússonar

4. júní er afmælisdagur Þorsteins Inga Sigfússonar, en hann hefði fagnað 67 ára afmæli ef hann hefði verið meðal okkar. Í morgun fór fram í fyrsta skipti afhending úr Nýsköpunarsjóði dr. Þorsteins Inga, þ.e. minningarsjóði sem stofnaður var í hans nafni við Háskóla Íslands. Viðurkenninguna hlaut Sigurður Reynir Gíslason, jarðefnafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun HÍ, fyrir frumkvöðlastarf við þróun aðferða við að binda kolefni í jarðlögum. Með því vill sjóðurinn undirstrika það vísindastarf sem þessi mikilvæga nýja aðferð og starfsemi fyrirtækisins Carbfix hvílir á. Carbfix verkefnið hófst árið 2007 með það að markmiði að þróa leiðir til þess að fanga koltvíoxíð úr útblæstri orkuvera eða beint úr andrúmslofti og binda það í bergi.

Rakaskemmdir og mygla í húsum

Rakaskemmdir og mygla í húsum

(SKRÁNING ÓÞÖRF) Ráðstefna haldin í HR fimmtudaginn 10. júní kl. 13 til 17. Haldin til heiðurs Dr. Birni Marteinssyni.