Ársskýrsla ársins 2019 komin út

Út er komin ársskýrsla Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir árið 2019. Í skýrslunni er að vanda fjöldinn allur af greinum um þau fjölbreyttu verkefni sem miðstöðin fékkst við á síðasta ári. 

Nokkrar greinar fjalla um rannsóknir sem miðstöðin hefur tekið þátt í. Sem dæmi má nefna rannsókn á svifryki í Hvalfjarðargöngunum eftir Gísla Guðmundsson en þar kemur fram að nagladekk margfalda svifryksmengun. Birt er grein um stöðu mála í Libbio-verkefninu eftir Pál Árnason, um ræktun lúpínu á rýru landi í Evrópu. 

Andri Ísak Þórhallsson fjallar um umhverfisvæna framleiðslu á áli, Magnús Guðmundsson um próteinvinnslu úr lífmassa, Michael Juhl skrifar um rannsóknir á því hvernig ósýnilegur eiginleiki ljóss er greindur með nýrri gerð ljósskautunarmælis. Einnig er greint frá uppsetningu og rannsóknum í nýjum mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og prófunum á límtrésbitum úr íslensku límtré í greinum eftir Björn Hjartarson og Kristmann Magnússon. Ólafur Wallevik er síðan með Birni í grein um nýsköpun og rannsóknir á Blöndubrú.  

Carlos Mendoza birtir mjög lifandi grein um notkun fyrirtækisins DTE á róbóta í áliðnaði en  DTE er eitt af mörgum fyrirtækjum á frumkvöðlasetrum miðstöðvarinnar.  Birgir Jóhannesson skrifar grein um alþjóðlega ráðstefnu um rafskaut í álverum og Gissur Örlygsson um ný tækifæri sem blasa við þegar miðstöðin tekur í notkun nýja Raman-smásjá, en Raman mælingar byggjast á greiningu á titringi í sameindum með því að skoða tvístrun ljóss, ef einhver ætlaði að spyrja. 

Einnig eru greinar um vistkerfi dreifðrar hönnunar eftir Frosta Gíslason, grein um framtíðarlæsi eftir Karl Friðriksson, grein um Nýsköpunarmót eftir Hildi Sif Arnardóttur, grein um stuðning við fyrirtæki sem stefna á erlenda markaði eftir Kjartan Due Nielsen, grein um samstarf Snjallræðis við MIT eftir Huldu Birnu Kjærnested Baldursdóttur, grein um Nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna eftir Hafliða Ásgeirsson, grein um frumkvöðlasetur eftir Kristján Óskarsson og grein um klasa eftir Hannes Ottósson. 


Í ársskýrslunni er líka fjöldi mynda úr leik og starfi miðstöðvarinnar á síðasta ári.

Reynslubanki Íslands opnar - www.rbi.is

Reynslubanki Íslands opnar - www.rbi.is

Sumardaginn fyrsta 23. apríl verður nýr banki formlega opnaður, Reynslubanki Íslands - RBÍ. Innlán í bankann verða sjálfboðaliðar með reynslu úr atvinnulífinu sem hættir eru störfum. Lántakendur verða stjórnendur minni og meðalstórra fyrirtækja og sprotafyrirtækja sem óska eftir leiðsögn leiðbeinanda með reynslu á rekstrarsviði fyrirtækisins.
Stafrænar norrænar lausnir við COVID-19

Stafrænar norrænar lausnir við COVID-19

Nordic Innovation birtir dæmi um norrænar lausnir sem beita má gegn COVID-19