Brugghúsið Segull hlaut Bláskelina

Umhverfisráðherra, fulltrúi verðlaunahafa og formaður dómnefndar.
Umhverfisráðherra, fulltrúi verðlaunahafa og formaður dómnefndar.

Brugg­húsið Seg­ull 67 hlaut í dag Bláskel­ina, nýja viður­kenn­ingu um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins fyr­ir framúrsk­ar­andi plast­lausa lausn. Um­hverf­is­ráðherra veitti viður­kenn­ing­una um leið og hann setti átaks­verk­efnið Plast­laus­an sept­em­ber í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.

Var það niðurstaða dóm­nefnd­ar að sú lausn Seg­uls 67 að nýta bjórkippu­hringi úr líf­ræn­um efn­um í stað plasts væri framúrsk­ar­andi. Í rök­stuðningi nefnd­ar­inn­ar kem­ur fram að hún hefði lagt áherslu á að lausn­in hefði mögu­leika á að kom­ast í al­menna notk­un og að ný­næmi lausn­ar­inn­ar hér á landi hefði vegið þungt. Ef fleiri fram­leiðend­ur myndu nota líf­ræna kippu­hringi í stað plasts myndi það ekki ein­ung­is skila sér í minni plast­notk­un og -meng­un held­ur einnig auka meðvit­und í sam­fé­lag­inu um óþarfa plast­notk­un. Á síðasta ári voru 15 millj­ón­ir lítra af bjór í áldós­um seld­ar hér­lend­is og 75% þeirra eru ís­lensk fram­leiðsla. 

Kallað var í sum­ar­byrj­un eft­ir til­nefn­ing­um frá al­menn­ingi um fyr­ir­tæki, stofn­an­ir, ein­stak­linga eða aðra sem hafa nýtt framúrsk­ar­andi lausn­ir við að stuðla að minni plast­notk­un og minni plastúr­gangi í sam­fé­lag­inu. Fjög­urra manna dóm­nefnd skipuð full­trú­um frá Um­hverf­is­stofn­un, Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands, Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins og Plast­laus­um sept­em­ber fór yfir til­nefn­ing­arn­ar og valdi verðlauna­hafa.

Fjórir aðilar komust í úr­slita­hóp dóm­nefnd­ar auk Seg­uls 67, en það voru Bi­o­borg­ar­ar, Efna­laug­in Björg, Far­fugl­ar á Íslandi og Kaja Org­anics. Bi­o­borg­ar­ar er líf­rænn ham­borg­arastaður sem m.a. fram­reiðir mat­inn í marg­nota búnaði á staðnum og í pappaum­búðum fyr­ir þau sem taka hann með; Efna­laug­in Björg býður upp á fjöl­nota fata­poka; Far­fugl­ar á Íslandi hafa dregið veru­lega úr plastúr­gangi og tekið út einnota plast í rekstri far­fugla­heim­ila sinna og Kaja Org­anics rek­ur meðal ann­ars umbúðalausa versl­un, líf­rænt kaffi­hús, heild­sölu og fram­leiðslu vottaða af Túni – líf­rænni vott­un.

Stofnað var til Bláskelj­ar­inn­ar í því skyni að hvetja til plast­lausra lausna í ís­lensku sam­fé­lagi og er viður­kenn­ing­in liður í aðgerðum um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins til að draga úr plast­meng­un.

Ný skýrsla um tækifæri í útflutningi í áliðnaði

Ný skýrsla um tækifæri í útflutningi í áliðnaði

Ný skýrsla um útflutningstækifæri í áliðnaði er komin út
Janfningjatengslaverkefni W-Power

Tengslanet fyrir kvenfrumkvöðla utan höfuðborgarsvæðisins

Frumkvöðlakonur utan höfuðborgarsvæðisins fá stuðning til að efla alþjóðlegt tengslanet sitt með því að taka þátt í tengslaverkefni W-Power.