Covid-skýrsla í stað samkeppnisvísitölu frá Alþjóðaefnahagsráðinu í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Alþjóðaefnahagsráðið mun ekki taka saman alþjóðlega vísitölu fyrir samkeppnishæfni ríkja fyrir árið 2020, vegna hinnar fordæmalausu þróunar sem hefur orðið í ár vegna áhrifa Covid.

Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) mun því ekki gefa út hefðbundna skýrslu eins og það hefur gert frá árinu 1979, um samkeppnishæfni þjóða, heldur sérstaka skýrslu um alþjóðlega samkeppnishæfni. Skýrslan er gefin út í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í henni er skoðað hvernig efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn getur skapað afkastamikil og sjálfbær hagkerfi. 

Lönd sem búa yfir þróuðu stafrænu hagkerfi, traustu félagslegu öryggisneti og öflugu heilbrigðiskerfi hafa náð betri árangri í að takast á við áhrif faraldursins. Í skýrslunni er lagt mat á hvaða lönd eru best í stakk búin fyrir batann og efnahagslegar umbreytingar í framtíðinni. Umfjöllun skýrslunnar er takmörkuð við ákveðin lönd. Ekki er bein tilvísun til Íslands, nema þar kemur fram að við erum í sjöunda sæti ríkja þegar kemur að upplýsingatækni og stafrænum innviðum. Íslands hefur í fyrri úttektum komið ágætlega út í þeim þáttum sem taldir eru mikilvægir í bataþróun ríkja eftir faraldurinn.

Sérstök skýrsla WEF um samkeppnishæfni á tímum Covid er fáanleg hér.

Áherslur og áskornir skýrslunnar

Næstum einu ári eftir að COVID-19 ástandið skall á, heldur hin djúpa efnahagskreppa áfram að hafa gríðarlegar efnahagslegar og félagslegar afleiðingar. Þrátt fyrir að engin þjóð hafi sloppið ósködduð sýnir ársskýrslan, að lönd sem hafa á að skipa þróuðu stafrænu hagkerfi og hæfni, traustu félagslegu öryggisneti, ásamt því að búa yfir fyrri reynslu af farsóttum, gengur betur á að takast á við áhrif faraldursins.

Skýrslan lýsir forgangsmálum til bata og endurreisnar í grófum dráttum og leggur mat á þá eiginleika sem hjálpa ríkjum að takast betur á við faraldurinn. Í skýrslunni er greint hvaða ríki eru best fallin til að breyta efnahagsumgjörð sinni í átt að kerfi sem sameinar markmið um bætta framleiðni,  umhyggju fyrir fólki og jörðinni.

„Alþjóðaefnahagsráðið hefur lengi hvatt stefnumarkandi aðila til að víkka sjóndeildarhring sinn, frá skammtímavexti til langtímavelmegunar. Þessi skýrsla skýrir þau forgangsatriði sem gera hagkerfi afkastameiri, sjálfbærari og aðgengilegri fyrir alla þegar við komumst út úr ástandinu. Það gæti einfaldlega ekki verið meira í veði við þessar umbreytingar,“ sagði Klaus Schwab, stofnandi og formaður Alþjóðaefnahagsráðsins.

Hvaða eiginleikar samkeppnishæfni hafa gert hagkerfi viðnámssterkari, meðan á farsóttinni hefur staðið?

• Ríkjum sem búa yfir þróuðu stafrænu hagkerfi og hæfni hefur gengið betur að halda hagkerfum sínum gangandi. Holland, Nýja-Sjáland, Sviss, Eistland og Bandaríkin hafa staðið sig vel hvað þetta varðar.

• Ríki með traust efnahagslegt öryggisnet, eins og Danmörk, Finnland, Noregur, Austurríki, Lúxemborg og Sviss voru vel í stakk búin að styðja við þá sem ekki gátu unnið. Að sama skapi áttu ríki með sterk fjármálakerfi eins og Finnland, Bandaríkin, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Singapúr auðveldara með að veita smáum og meðalstórum fyrirtækjum lán til að koma í veg fyrir gjaldþrot.

• Ríki sem gátu með góðum hætti skipulagt og útfært heilsufarslegar, fjárhagslegar og félagslegar stefnur hafa náð umtalsvert meiri árangri í að milda áhrifin af ástandinu, þar á meðal Singapúr, Lúxemborg, Austurríki og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

• Reynslusögur hafa sýnt að ríki með fyrri reynslu af kórónuveirufarsóttum (t.d. SARS), hafa á að skipa betri áætlunum og tæknilegum kerfum (t.d. Suður-Kórea, Singapúr) og gátu haldið faraldrinum talsvert betur í skefjum en önnur ríki.

Hvernig breyttist afstaða fyrirtækja meðan á ástandinu stóð?

Í þróuðum hagkerfum sáu stjórnendur fyrirtækja aukinn markaðssamdrátt, greinilega minnkun í samkeppni um þjónustu, minni samvinnu milli fyrirtækja og minna framboð af faglærðu starfsfólki á vinnumarkaðnum til að sinna stafrænum lausnum en æskilegt hefði verið. Sé horft til þess sem jákvætt var, sáu yfirmenn fyrirtækja aukin viðbrögð hins opinbera við breytingum, aukna samvinnu innan fyrirtækja og aukið framboð á áhættufjármagni.

Á nýmörkuðum og í hagkerfum í þróun sáu stjórnendur fyrirtækja hækkandi viðskiptakostnað í tengslum við glæpi og ofbeldi, minnkandi sjálfstæði dómstóla, enn meiri minnkun í samkeppni og aukin markaðsyfirráð og stöðnun í trausti til stjórnmálamanna. Þar talaði fólk einnig um jákvætt viðhorf gagnvart viðbrögðum hins opinbera við breytingum, samvinnu innan fyrirtækja og aukið framboð á áhættufjármagni. Einnig var talað um aukna hæfni við að laða að hæfileika sem mögulega má rekja til stækkunar stafræna geirans.

„Á þessum tímum mikillar óvissu, hafa heilsuváin og niðursveifla hagkerfisins þvingað fram algjöra viðhorfsbreytingu gagnvart vexti og afleiðingum hans fyrir fólk og jörðina almennt. Stefnumarkandi aðilar hafa nú ótrúlegt tækifæri til að grípa andartakið og móta ný hagkerfi sem eru mjög afkastamikil og á sama tíma auka sameiginlega velsæld og umhverfislega sjálfbærni,“ sagði Saadia Zahidi, framkvæmdastjóri Alþjóðaefnahagsráðsins.

Hvað liggur að baki umbreytingu hagkerfisins í framtíðinni?

Í skýrslunni eru íhugaðar leiðir til endurreisnar og umbreytinga á fjórum sviðum: hvetjandi umhverfis, mannauðs, markaða og nýsköpunar.

• Umbreyting hvetjandi umhverfis: Í þessari skýrslu er mælt með að ríkisstjórnir forgangsraði úrbótum á almannaþjónustu, geri áætlanir fyrir skuldir ríkissjóðs og auki en frekar stafræna þróun. Til langs tíma er mælt með framsæknari skattlagningu, úrbótum á veituþjónustu og uppbyggingu á grænni innviðum.

• Umbreyting mannauðs: Í skýrslunni er talað fyrir hægfara umskiptum úr launalausu leyfi í fyrirbyggjandi fjárfestingar í nýjum tækifærum á vinnumarkaði, stærri menntunaráætlunum og öryggisneti til að knýja áfram batann. Til langs tíma ættu stjórnendur fyrirtækja að vinna að úrbótum á námsskrám, endurbótum á vinnulöggjöf og aukna nýtingu á mannauðsstjórnun nýs starfsfólks.

• Umbreyting markaða: Þrátt fyrir að fjármálakerfi hafi náð umtalsvert meiri stöðugleika frá síðustu fjármálakreppu þurfa þau að vera aðgengilegri fyrir alla og hætta er á að aukin samþjöppun á markaði og viðskiptahindranir gagnvart vöruflutningum og fólksflutningum, aftri umbreytingu markaða. Í skýrslunni er mælt með því að innleiða fjárhagslega hvata svo að fyrirtæki láti til sín taka í sjálfbærum fjárfestingum sem eru aðgengilegar fyrir alla og efld verði samkeppni og lagarammar fyrir auðhringavarnir.

• Umbreyting nýsköpunarvistkerfisins: Þrátt fyrir að frumkvöðlamenning hafi blómstrað síðasta áratuginn hefur orðið stöðnun í myndun nýrra fyrirtækja, byltingarkenndri tækni og vörum og þjónustu sem nýta þessa tækni. Í skýrslunni er mælt með að ríki auki fjárfestingar opinberra aðila í rannsóknum og þróun, ásamt því að hvetja til þeirra í einkageiranum. Til lengri tíma litið ættu ríki að styðja við stofnun „framtíðarmarkaða“ og hvetja fyrirtæki til að aðhyllast fjölbreytni, í því skyni að auka sköpunargáfu og mikilvægi hennar fyrir markaðinn.

Hvaða lönd eru best undirbúin fyrir efnahagslegar umbreytingar?

Hugtakið um efnahagslegar umbreytingar er tiltölulega nýtt og upplýsingar eru takmarkaðar. Gögn frá 37 löndum voru kortlögð og borin saman við þau 11 forgangsatriði sem talað er um í skýrslunni og sýndu niðurstöður að þrátt fyrir að ekkert land væri fyllilega undirbúið fyrir bata og efnahagslegar umbreytingar, væru sum í betri stöðu en önnur. Skýrslan gefur gott tækifæri fyrir hagaðila einstakra landa að spegli sig í og hugleiða stöðu sína. 

Helstu atriði:

• Fjárfestingar í stafrænum innviðum: Umbreytingar yfir í grænna hagkerfi sem er aðgengilegt fyrir alla verða að byggja á verulegum fjárfestingum í innviðum, þar á meðal að auka enn frekar stafræna þróun. Danmörk, Eistland, Finnland og Holland eru best undir þetta búin eins og staðan er í dag.

• Grænna hagkerfi: Grænna hagkerfi mun krefjast uppfærslu á orkuinnviðum, samgöngum og einnig skuldbindinga frá bæði hinu opinbera og einkageiranum svo hægt sé að útvíkka og virða marghliða samninga á sviði umhverfisverndar. Danmörk, Eistland, Finnland og Holland eru best undirbúin til að knýja fram efnahagslegar umbreytingar í gegnum innviði. Rússland, Indónesía, Tyrkland og Suður-Afríka eru ekki eins vel undirbúin.

• Fjárfestingar til lengri tíma: Auknir hvatar til að beina fjármagni til langtímafjárfestinga í raunhagkerfinu geta aukið stöðugleika og aðgengi. Finnland, Svíþjóð, Nýja-Sjáland og Austurríki eru tiltölulega betur undirbúin en önnur þróuð hagkerfi, en Bandaríkin sem eru í dag stærsta fjármálamiðstöð heims, eru á meðal þeirra sem eru verst undirbúin.

• Framsæknari skattlagning: Umskipti yfir í framsæknari skattlagningarkerfi hafa reynst lykilatriði í efnahagslegum umbreytingum. Hvað þetta varðar tróna Suður-Kórea, Japan, Ástralía og Suður-Afríka á toppnum, þökk sé tiltölulega stöðugu og framsæknu skattkerfi.

• Útvíkkuð opinber þjónusta: Samþætta ætti betur menntun sem horfir til framtíðar, vinnulöggjöf og tekjustuðning í því skyni að efla félagslega vernd. Þýskaland, Danmörk, Sviss og Bretland eru tiltölulega betur undirbúin en önnur ríki til að sameina fullnægjandi vinnuvernd og ný öryggisnetslíkön. Suður-Afríka, Indland, Grikkland og Tyrkland eru ekki eins vel undirbúin.

Alþjóðaefnahagsráðið – World Economic Forum

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Nánari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

karlf@nmi.is

Frumkvöðlasetur í 20 ár - rit eftir Runólf Smára

Frumkvöðlasetur í 20 ár - rit eftir Runólf Smára

Út er komið ritið Frumkvöðlasetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir Runólf Smára Steinþórsson með viðtölum við frumkvöðla og aðstandendur setranna.
Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Stafrænt Ullarþon vorið 2021

Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Stafrænt Ullarþon vorið 2021

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon daganna 25. - 29. mars nk. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.