Dómnefnd NKG fer yfir hugmyndir grunnskólanema

Þessa dagana situr sérvalin dómnefnd í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og fer fyrir innsendar hugmyndir grunnskólabarna. 
Hugmyndir bárust frá fjölmörgum skólum um allt land og eins og gjarnan eru margar frábærar hugmyndir þar á meðal. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna hefur fyrir löngu skapað sér sess sem árleg skemmtun og áminning um þann kraft og þá sköpun sem býr í ungu fólki. 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur annast keppnina undanfarin ár og hefur Eyjólfur B. Eyjólfson, borið hitann og þungann af framkvæmdinni í ár eins og undanfarin ár. Frábærir styrktar- og stuðningsaðilar hafa einnig gert okkur kleift að breiða fagnaðarerindið enn lengra og til fleiri skóla. Samvinna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og menntamálaráðuneytisins hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem keppninni vex ásmegin. 

Eftir helgi verða síðan valdir þeir nemendur sem komast áfram í úrslit með hugmyndir sínar. Nánar verður greint frá því þegar úrslit liggja fyrir. 

 

Á myndinni eru dómnefndarmenn að störfum: 

Dagný F. Jóhannsdóttir Lögfræðingur / Fagstjóri hjá Einkaleyfisstofunni

Helena Jóhannsdóttir, innanhúshönnuður- og arkitekt hjá IKEA

Hildur Arnadóttur, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Hjalti Harðarson, markaðssérfræðingur hjáArion banka

Hulda B. Baldursdóttir verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Svanborg R. Jónsdóttir, Dósent í listum og skapandi starfi, við Háskóla Íslands

Eyjólfur B. Eyjólfsson, verkefnisstjóri NKG og hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sér um utanumhald dómnefndarstarfa. 

 

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er einungis eitt af fjölmörgum verkefnum á okkar vegum sem miða að því að efla ungt fólk á öllum skólastigum í nýsköpun fumkvöðlahugsun.

Spennandi erindi á ársfundi

Spennandi erindi á ársfundi

Ársfundur 3. maí í Hofi á Akureyri býður upp á fjölbreytt og spennandi erindi.
Þorsteinn Ingi sæmdur heiðursmerki Verkfræðingafélagsins

Þorsteinn Ingi sæmdur heiðursmerki Verkfræðingafélagsins

Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands var nýlega sæmdur gullmerki Verkfræðifélags Íslands