Enterprise Europe Network flyst til Rannís

Hlutverk og skyldur Enterprise Europe Network á Íslandi munu flytjast til Rannís, frá og með 1. janúar 2021. Þessi ákvörðun er tekin vegna fyrirhugaðrar niðurlagningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) um áramótin.

Tilgangur Enterprise Europe Network er að bæta og styðja við samkeppnisstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja með því að stuðla að vexti þeirra, aðgengi að mörkuðum, ásamt því að styðja og hvetja þau til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, þar á meðal áætlunum á vegum ESB sem beinast að litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SME).

Rannís hefur umsjón með helstu samkeppnissjóðum á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar og menningar á Íslandi, auk samstarfsáætlana ESB og norrænna áætlana sem veita styrki til samstarfsverkefna, náms og þjálfunar. Rannís heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Tveir af þeim sérfræðingum sem hafa stýrt starfi Enterprise Europe Network flytjast til Rannís, þær Katrín Jónsdóttir og Mjöll Waldorff. Þjónusta og sérþekking tengd Enterprise Europe Network fellur vel að þeim stuðningi við fyrirtæki og samstarfi háskóla og rannsóknastofnana sem þegar er til staðar hjá Rannís og mun flutningurinn efla og styrkja þjónustu og ráðgjöf Rannís til frumkvöðla og fyrirtækja.

Ný bók fyrir framhaldsskóla um nýsköpun

Ný bók fyrir framhaldsskóla um nýsköpun

Út er komin samnorræn kennslubók fyrir framhaldsskóla um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt á Norðurslóðum. Til viðbótar við kennsluefnið sjálft, eru dæmisögur ungra frumkvöðla frá löndunum fjórum sem lýsa nokkuð vel þeim fjölbreyttu áskorunum sem þessir frumkvöðlar glímdu við – og ekki síst, hvernig þeir náðu að leysa þær.
Covid-skýrsla í stað samkeppnisvísitölu frá Alþjóðaefnahagsráðinu í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð …

Covid-skýrsla í stað samkeppnisvísitölu frá Alþjóðaefnahagsráðinu í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) gefur ekki út hefðbundna skýrslu eins og það hefur gert frá árinu 1979, um samkeppnishæfni þjóða, heldur sérstaka skýrslu um alþjóðlega samkeppnishæfni vegna Covid.