Forseti Íslands afhendir verðlaun á Ullarþoni 2021

Í dag, fimmtudaginn 20. maí. kl. 17 verða verðlaun í Ullarþoni afhent af hr. Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands á svæði Textílfélagsins á Hafnartorgi. Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands héldu Ullarþon dagana 25. - 29. mars og var keppt í eftirfarandi flokkum: Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, blöndun annarra hráefna við ull, ný afurð og stafrænar lausnir og rekjanleiki. Alls bárust 63 gildar lausnir. Þau teymi sem komust í topp 5 í hverjum flokki, kynntu svo  lausnir sínar fyrir dómurum.

Hægt er að skoða fimm efstu í hverjum flokki og hér má finna nánari upplýsingar um verðlaunaafhendinguna.

Dagskrá: 

Hulda Brynjólfsdóttir formaður stjórnar Textílmiðstöðvar Íslands opnar viðburðinn.

Verðlaunaafhending: Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitir verðlaun í fjórum keppnisflokkum.  

Beint streymi kl. 17.00 frá verðlaunaafhendingu „Ullarþons  - nýsköpunarkeppni til að auka verðmæti ullarinnar" - á HönnunarMars 2021.

 

 

Afhending úr Nýsköpunarsjóði Þorsteins I. Sigfússonar

Afhending úr Nýsköpunarsjóði Þorsteins I. Sigfússonar

Fyrsta afhending úr Nýsköpunarsjóði Þorsteins I. Sigfússonar fór fram 4. júní.
Rakaskemmdir og mygla í húsum

Rakaskemmdir og mygla í húsum

(SKRÁNING ÓÞÖRF) Ráðstefna haldin í HR fimmtudaginn 10. júní kl. 13 til 17. Haldin til heiðurs Dr. Birni Marteinssyni.