Frábærar hugmyndir og hönnun á Samsýningunni

Samsýning framhaldsskólanna í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Verðlaun voru veitt í fimm flokkum í Samsýningu framhaldsskólanna sem verður opin um helgina í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á Samsýningunni fá framhaldsskólanemendur tækifæri til að sýna almenningi verkin sín, mynda tengsl við aðra og sýna fram á mikilvægi þess að styðja við og efla menntun á sviði nýsköpunar, hönnunar og verklegra greina í íslensku samfélagi. Í Ráðhúsi Reykjavíkur getur að líta sköpunarkraft íslenskra framhaldskólanema, framúrskarandi hönnun og hugmyndaauðgi. 

Í ávarpi forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar, Sigríðar Ingvarsdóttur, við formlega opnun sýningarinnar sagði hún: „Það er svo mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að virkja þennan mikla sköpunarkraft og gefa nemendum færi á að taka þátt í uppbyggingu samfélagsins, gefa þeim tækifæri á að takast á við þær samfélags- og umhverfislegu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og hjálpa þannig til við að byggja upp sjálfbært íslenskt samfélag – til heilla fyrir alla og sérstaklega fyrir þau sem erfa landið.“

Í Samsýningunni 2019 tóku sex framhaldsskólar þátt með 38 verk. Veitt eru verðlaun í fimm flokkum:

Samfélagsverðlaun. Viðurkenning fyrir framúrskarandi samfélagslega hugmynd. 

Vilhjálmur Árni Þráinsson, Haraldur Einar Ásgrímsson og Jón Bald Freysson úr Borgarholtsskóla

Með hugmynd sína Hel sem er Óhefðbundið íþróttafélag sem stuðlar að fjölbreytni Kennari: Unnur Gísladóttir

 

Nýsköpunarverðlaun. Viðurkenning fyrir framúrskarandi nýsköpun.

Katrín Níelsdóttir úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 

Með hugmynd sína Þang sem er textílleður úr þangi

Kennari: Soffía M. Magnúsdóttir

 

Frumlegasta hugmyndin. Viðurkenning fyrir framúrskarandi hugmyndaauðgi.

Júlía Sóley Gísladóttir, Jason Andri Gíslason, Örn Steinar Sigurbjörnsson, Kjartan Þorri Kristjánsson og Ólafur Heiðar Jónsson úr Menntaskólanum í Reykjavík

Með hugmyndina Mosaflísar  - Klæðning sem mosi getur auðveldlega vaxið á

Kennari: Hafliði Ásgeirsson

 

Hönnunarverðlaun. Viðurkenning fyrir framúrskarandi hönnun."

Dröfn Sveinsdóttir, Emilý Klemensdóttir, Ellert Sigurðarson og Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir 

úr Tækniskólanum - Hönnunar- og nýsköpunarbraut. 

Með hugmynd sína Sáum fyrir framtíðina sem er Innleiðing gróðurhúsa í almennar stofnanir. Kennarar: Elísabet V. Ingvarsdóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir

 

Grænu verðlaunin. Viðurkenning fyrir framúrskarandi vistvæna lausn.

Bengta Kr. Methúsalemsdóttir, Áshildur Þóra Heimisdóttir, Guðríður Jóhannsdóttir, Lovísa Andrésdóttir, Selma Lind Árnadóttir og Hilda Bríet Bates Gústavsdóttir úr Verslunarskóla Íslands

Með hugmynd sína Strætó + Sorpa en þar er Greitt í Strætó með endurvinnanlegu sorpi               Kennarar: Hlín Ólafsdóttir og Unnur Knudsen

 

Dómnefnd skipuðu: 

  • Hannes Ottósson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Ísland og doktor í frumkvöðlafræðum
  • Sigþrúður Guðnadóttir, Verkefnastjóri velferðartæknismiðju Reykjavíkurborgar
  • Birta Rós Brynjólfsdóttir, vöruhönnuður frá Listaháskóla Ísland og er ein af tvíeykinu í hönnunarstúdíóinu Fléttu
  • Valdís Steinarsdóttir, vöruhönnuður frá Listaháskóla Ísland

   

 

Ársrit klasa 2019 komið út

Ársrit klasa 2019 komið út

Út er komið Ársrit klasa fyrir árið 2019. Klasasetur Íslands gefur ársritið út í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Ritinu er ætlað að koma á framfæri þekkingu og fróðleik um klasa, stjórnun og rekstur þeirra og er vettvangur fræðigreina og rannsókna er tengjast sviðinu. Jafnframt er í ritinu gerð grein fyrir þróun klasa á alþjóðavettvangi og þjónustu sem íslenskir klasar geta nýtt sér í starfsemi sinni.
Teymin átta ásamt mentorum á lokahófi þann 28.nóvember

Lokahóf Snjallræðis 2019

Lokahóf Snjallræði / Startup Social fór fram í borgarstjórnarsal ráðhúss Reykjavíkur 28. nóvember. Teymin átta sem hafa verið að vinna að verkefnum sínum siðustu átta vikur kynntu verkefnin sin.