Fram á völlinn

Kynningarfundur um verkefnið Fram á völlinn verður haldinn á Félagsheimilinu Árblik, mánudaginn 14. október kl. 17:00
Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði.
Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit og verður í boði í Þingeyjarsýslum og Dölum í haust.

Verkefnið, Fram á völlinn  er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og kemur í kjölfar verkefnisins Gríptu boltann sem Framleiðnisjóður stóð að.  Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði.

Verkefnið nær til landsins alls en framkvæmdin verður á afmörkuðum svæðum hverju sinni. 

Þátttakendur 

Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit.  Verkefni geta verið af fjölbreyttum toga og í öllum atvinnugreinum.  Gerð verður krafa um að þátttakendur skuldbindi sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris meðan á verkefninu stendur. 

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins og þar er einnig hægt að sækja um.

 

Match Up - XR Event - November 20, 2019 in Helsinki Arabianranta 18:00-20:00

Match Up! - Pre SLUSH viðburður til að styrkja tengslanetið

Match Up - XR Event 2019 er árlegur viðburður til hliðar við SLUSH í Helsinki sem einblínir á AR/VR iðnaðinn, tækni og lausnir tengd honum. Á viðburði geta fyrirtæki fundað með öðrum fyrirtækjum í von um að stofna til framtíðar viðskiptasambanda. Yfir 400 aðilar hafa tekið þátt síðastliðin ár og viðburður er ókeypis!
Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 - Curio

Curio hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2019

Fyrirtækið Curio hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi fyrir troðfullu húsi á Grand Hótel Reykjavík í dag. Curio er nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að þróun fiskvinnsluvéla sem auka nýtingu og skila betri afurð í vinnslu á bolfiski í afhausun, flökun og roðflettingu, ásamt því að hafa öryggismál og þrif að leiðarljósi.