Fram á völlinn

Kynningarfundur um verkefnið Fram á völlinn verður haldinn á Félagsheimilinu Árblik, mánudaginn 14. október kl. 17:00
Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði.
Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit og verður í boði í Þingeyjarsýslum og Dölum í haust.

Verkefnið, Fram á völlinn  er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og kemur í kjölfar verkefnisins Gríptu boltann sem Framleiðnisjóður stóð að.  Markmið verkefnisins er að hvetja til nýsköpunar í sveitum landsins og efla þannig fjölbreytni í atvinnulífi og auka lífsgæði.

Verkefnið nær til landsins alls en framkvæmdin verður á afmörkuðum svæðum hverju sinni. 

Þátttakendur 

Verkefnið er opið öllum íbúum í sveit.  Verkefni geta verið af fjölbreyttum toga og í öllum atvinnugreinum.  Gerð verður krafa um að þátttakendur skuldbindi sig til að vinna að sköpun eigin atvinnutækifæris meðan á verkefninu stendur. 

Nánari upplýsingar eru á vefsíðu verkefnisins og þar er einnig hægt að sækja um.

 

Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 - Curio

Curio hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2019

Fyrirtækið Curio hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2019 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi fyrir troðfullu húsi á Grand Hótel Reykjavík í dag. Curio er nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að þróun fiskvinnsluvéla sem auka nýtingu og skila betri afurð í vinnslu á bolfiski í afhausun, flökun og roðflettingu, ásamt því að hafa öryggismál og þrif að leiðarljósi.
Samkomulag undirritað við Skolkovo í Rússlandi

Samkomulag undirritað við Skolkovo í Rússlandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Skolkovo stofnunin í Rússlandi hafa undirritað samkomulag um samstarf á sviði rannsókna og aðstoðar við sprota og frumkvöðlafyrirtæki. Samkomulagið hefur það að markmiði að auðvelda frumkvöðlafyrirtækjum beggja landa að komast í samstarf og auka aðgengi þeirra að stoðþjónustu landanna á milli.