Fyrirtækjastefnumót á World Geothermal ráðstefnunni 2020 - FRESTAÐ til maí 2021!

Enterprise Europe Network á Íslandi skipuleggur í ár sem og fyrri ár "matchmaking" viðburð fyrir sýnendur og gesti á World Geothermal Congress 2020 21. og 26.maí 2021 í Hörpunni. 

Skráning fer fram hér

Af hverju taka þátt?

Þessi hliðarviðburður ráðstefnunnar er haldinn í Hörpunni. Hann gefur þátttakendum tækifæri á að eiga samtal við fjárfesta, fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga til að stofna til mögulegra viðskiptasambanda:

  • 15 mínútur hver fundur
  • Gjaldfrjálst og því einungis auka virði fyrir þátttakendur. 
  • Viðeigandi fyrir sprota, klasa, fjárfesta, fyrirtæki, frumframleiðendur, birgja, rannsóknastofnanir og háskóla. 
  • Val og staðfesting á fundum í gegnum þar til gert forrit (b2match) 

Þátttaka er gjaldfrjáls. 

 Skráning fer fram hér

 

World Geothermal Congress 2021 er ráðstefna sem dregur að þátttakendur frá öllum heiminum. Áhersla ráðstefnunnar í ár verður á kosti og ávinning þess að hagnýta jarðvarma. Allt að 3.000 gestir verða viðstaddir til að deila reynslu sinni og framtíðarsýn í jarðvarmageiranum. Því verður gott tækifæri til að efla tengslanet, eiga samtal og skiptast á skoðunum og þekkingu til að efla frekari vöxt jarðvarmageirans til framtíðar. 

Íslenski Orkuklasinn skipuleggur og heldur utan um ráðstefnuna.  

 

Softlanding prógram í Rússlandi fyrir sprotafyrirtæki

Softlanding prógram í Rússlandi fyrir sprotafyrirtæki

Softlanding prógram í Rússlandi fyrir sprotafyrirtæki

Áformað að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður um áramótin

Nýsköpunarráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Með breytingunum vill nýsköpunarráðherra stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi.