Hvernig skal vernda hugverkaréttindi í Kína?

Hvernig vernda skal hugverkaréttinda þegar haldið er á nýja markaði?  

Enterprise Europe Network á Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður þér ókeypis námskeið þar sem ráðgjafinn Simon Cheetham frá China IPR SME Helpdesk í Brussel kemur á Nýsköpunarmiðstöð Íslands ásamt fleiri spennandi fyrirlesurum til að fræða áheyrendur um hugverkaréttindi, fríverslunarsamninginn, menningarmun og viðskiptaumhverfið í Kína. 

Námskeiðið verður haldið í Nýsköpunarmiðstöð Íslands 23.september og hefst kl.8.45.

Spurningar og umræður verða í lokin. Einnig býðst þátttakendum að eiga 10 mínútna fund með ráðgjafa. 

Léttar veitingar verða í boði. 

Skráning fer fram hér

 

Fundinum verður streymt á youtuberás Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta. 

 

 

Sævar Kristinsson frá KPMG, Eyjólfur Eyjólfsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands , Tryggvi Thayer frá M…

Tækniframfarir nýtast menntakerfinu

Viðhorf skólafólks til nýjunga á menntasviði og hvaða þættir eru mikilvægastir fyrir framvindu náms og þekkingaruppbyggingu hér á landi eru kortlögð í könnun sem gerð var að frumkvæði Framtíðarseturs Íslands.
Umhverfisráðherra, fulltrúi verðlaunahafa og formaður dómnefndar.

Brugghúsið Segull hlaut Bláskelina

Brugg­húsið Seg­ull 67 hlaut í dag Bláskel­ina, nýja viður­kenn­ingu um­hverf­is- og auðlindaráðuneyt­is­ins fyr­ir framúrsk­ar­andi plast­lausa lausn. Um­hverf­is­ráðherra veitti viður­kenn­ing­una um leið og hann setti átaks­verk­efnið Plast­laus­an sept­em­ber í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.