Ísland er í fyrsta sæti meðal 153 þjóðríkja á sviði jafnréttismála

Skýrsla WEF um jafnrétti
Skýrsla WEF um jafnrétti

Ísland vermir enn fyrsta sætið í mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins um stöðu jafnréttismála meðal 153 þjóðríkja. Í fréttatilkynningu ráðsins kemur fram að hæg framþróun sé almennt á sviði jafnréttismála á alþjóðavísu. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili ráðsins hér á landi.

Árlega gefur Alþjóðaefnahagsráðið skýrslu um stöðu jafnréttismála í heiminum. Í skýrslunni sem kynnt er í dag kemur fram að Norðurlöndin eru í fyrstu fjórum sætunum, Ísland í efsta en síðan koma Noregur, Finnland  og Svíþjóð. Danmörk er í 14 sæti. Í skýrslunni kemur fram að mörg ríki eiga verulega langt í að brúa bilið í jafnrétti kynjanna.

Á meðan efstu ríkin á listanum hafa náð um 80% árangri við að brúa umrætt bil ná mörg ríki ekki nema 50% árangri eða minni. Í skýrslunni koma fram yfirburðir Íslands á ýmsum sviðum jafnréttismála og talið til fyrirmyndar fyrir önnur ríki. Eins og segir þá er „Lykilatriði til framtíðar í hverju hagkerfi g hjá stofnunum þjóðfélagsins er að gæta þess að virkja hæfustu einstaklingana á hverjum tíma.“

 

Skýrsla Alþjóða efnahagsráðsins (WEF) um jafnrétti í heild sinni á PDF formi. 

Karl Friðriksson karlf@nmi.is hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir frekari upplýsingar.

 

 

Stafrænt forskot heldur áfram

Stafrænt forskot heldur áfram

Verkefnið er unnið í samstarfi við landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög víðs vegar um land. Selfoss, Sauðárkrókur, Húsavík og Reykjanes.
Mynd frá vinnustofu síðasta árs.

Úthlutun styrkja úr verkefninu Stafrænu forskoti 2019

Stafrænt forskot - markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga um allt land með stuðningi frá Samgöngur- og sveitastjórnarráðuneytinu í gegnum byggðaáætlun. Verkefnastjórar eru Arna Lára Jónsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir.