Loftslagsmót, stefnumót fyrirtækja um loftslagsmál

Loftslagsmót er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir eða bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við umhverfisvænni rekstur.

Markmið viðburðarins eru að:

  • Hvetja fyrirtæki til að kynna sér þær grænu lausnir sem eru í boði.
  • Bjóða fyrirtækjum upp á vettvang til að kynna sínar lausnir og þjónustu.
  • Stuðla að jákvæðum aðgerðum í rekstri fyrirtækja í þágu loftslagsmála.

Allir sem skrá sig hafa þann kost að bóka fundi með öðrum þátttakendum á Loftslagsmótinu. Loftslagsmót 2020 leiðir saman fyrirtæki, frumkvöðla og aðra úr atvinnulífinu á stuttum örfundum til að ræða málin og kynnast grænum lausnum við hæfi.

Loftslagsmót 2020 er haldið í Gullteig á þann 3. mars, á Grand Hótel Reykjavík kl. 9-12. Nauðsynlegt er að skrá sig til að taka þátt.

Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi og Nýsköpunarmiðstöð, í samstarfi við Festu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Hópurinn sem tók þátt í Ratsjánni á Norðurlandi vestra ásamt fulltrúum Íslenska ferðaklasans og Nýsk…

Ratsjáin á Norðurlandi eystra vorið 2020 - umsóknarfrestur til 10. febrúar.

Viltu gera enn betur? Ratsjáin er sex vikna svæðisbundið þróunar- og nýsköpunarverkefni fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja gera enn betur. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið.
Ratsjáin á Norðurlandi eystra.

Sjö metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eystra valin til þátttöku í Ratsjánni

Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en Norðurland eystra er sjötta Ratsjáin sem fer af stað. Verkefnið nýtur stuðnings frá Byggðaáætlun fyrir árin 2019-2021.