Lokahóf Snjallræðis 2019

Teymin átta ásamt mentorum á lokahófi þann 28.nóvember
Teymin átta ásamt mentorum á lokahófi þann 28.nóvember
Lokahóf Snjallræði / Startup Social fór fram í borgarstjórnarsal ráðhúss Reykjavíkur 28.nóvember. Teymin átta sem unnu að verkefnum sínum í  átta vikur kynntu þar  verkefnin sin.

Teymin átta:

Rótin: Setja á fót stuðningssetur fyrir konur og koma á samstarfi milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð fyrir konur, ofbeldi og úrvinnslu áfalla.

Tré lífsins: Tré lífsins hyggst bjóða upp á nýja valmöguleika við andlát þannig að fólk geti skrásett sögu sína og hinstu óskir fyrir andlát.

Innovation Platform: skrá áskoranir af ýmsum toga í gagnagrunn í þeim tilgangi að tengja saman einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir o.fl. við rétta aðila sem líta á áskoranirnar sem tækifæri til lausna.

EyCO: EyCo býður upp á frumlegar og sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki til þess að kolefnisjafna eigin starfsemi og daglegt líf.

Samfélagsgróðurhús: Verkefnið Samfélagsgróðurhús snýst um að hanna og reisa gróðurhús á leikskólum landsins, þar sem börn leika sér að plöntum og því að planta. Það spannst út frá verkefninu ABC Lights sem snýst um að hanna birtu- og hitastýrða lýsingu fyrir gróðurhús sem mun spara framleiðendum, neytendum og þjóðarbúinu hundruð milljóna króna á ári, styrkja matvælaframleiðslu og vernda umhverfið.

Plogg-in er kerfi sem ætlað er til að hjálpa plokkurum, útivistarfólki og umhverfissinnum sem reglubundið tína upp sorp samhliða hreyfingu, að skipuleggja starf sitt.

The GreenBytes: lausn þar sem sölugögn, reiknirit og vélanám er nýtt til að draga úr matarsóun á veitingastöðum og auka um leið hagnað þeirra.

Verkefnið Rephaiah: Rephaiah en markmið þess er að setja á fót óhagnaðardrifin samtök sem hafa það að markmiði að framleiða lífsnauðsynleg lyf fyrir ung börn í Malaví.

Nánari upplýsingar um hraðalinn er á www.snjallraedi.is
 
 
 
 
Skýrsla WEF um jafnrétti

Ísland er í fyrsta sæti meðal 153 þjóðríkja á sviði jafnréttismála

Ísland vermir enn fyrsta sætið í mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins um stöðu jafnréttismála meðal 153 þjóðríkja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili ráðsins hér á landi.
Stafrænt forskot heldur áfram

Stafrænt forskot heldur áfram

Verkefnið er unnið í samstarfi við landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög víðs vegar um land. Selfoss, Sauðárkrókur, Húsavík og Reykjanes.