Lumar þú á mjúkri og hlýrri hugmynd? Stafrænt Ullarþon vorið 2021

Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands halda Ullarþon dagana 25. - 29. mars nk. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. 

Ullarþon er nýsköpunarkeppni haldin á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna. 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum; 1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull, 2. Blöndun annarra hráefna við ull, 3. Ný afurð 4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki. 

Hvetjum alla áhugasama til að taka þátt!

Skráning hefst 1. mars. Hægt er að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi, eða mynda teymi á Facebookar síðu Ullarþonsins. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Heppilegt er að fólk með ólíka kunnáttu vinni saman til að auka möguleika á lausnum. 

Lokaskil á hugmyndum er þann 29. mars. Dómnefnd mun þá meta hugmyndir og tilkynna um miðjan apríl hver mun vera í topp 5 í hverjum flokki. Úrslit verða kynnt á Hönnunarmars 2021.

Heildarverðmæti vinninga eru um 1.600.000 kr. 

Fylgist með þróun Ullarþonsins hér: 

 

Flokkar

 

Þátttakendur keppa í 4 flokkum. (Hægt er að skila úrlausn í mesta lagi 2 flokka.) Í öllum flokkum er leitað eftir nýsköpun og nýtingu verðminnstu ullarflokkana.* 

1. Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull**

Í þessum flokki er lögð áhersla á raunhæfa lausn á hugmynd sem auka myndi verðmæti íslensku ullarinnar. Áhersla er lögð á þá verðflokka sem nú gefa minnst af sér.
Hér skiptir máli að sýnt sé fram á að lausnin búi til verðmæti til framtíðar og unnið sé með óunninni ull. 

2. Nýskapandi lausn á blöndun annara hráefna við ull 

Í þessum flokki er sóst eftir nýrri gerð eða vinnslu bands/þráðar. Hugmyndin á að auka nýtingu íslensku ullarinnar og samþættingu hennar við önnur íslensk hráefni  til textílgerðar. Í þessum flokki er jafnframt mögulegt að vinna með lífrænana textíl úr íslenskum hráefnum.
Hér skiptir máli að sýna fram á blöndun íslenskra hráefna við ullina.

3. Ný afurð

Í þessum flokki er sóst eftir hugmyndum að vöru sem byggir á íslenskum menningararfi en er jafnframt nútímaleg. Áhersla er lögð á vinnslu vörunnar með stafrænni tækni og/eða hátækni við framleiðslu textíls.
Hér skiptir máli sýna fram á nýtingu tækninnar við hönnun/framleiðslu og að varan hafi sérstöðu framyfir það sem almennt er í boði á markaði. Jafnframt er lögð áhersla á nýtingu íslensku ullarinnar sem meginhráefni.

4. Stafrænar lausnir og rekjanleiki

Í þessum flokki er leitað eftir hugmyndum til að byggja upp leiðir með stafrænum lausnum til sölu á íslenskri ull og ullarvörum. Áhersla er lögð á rekjanleika. 
Hér skiptir máli að lausnin sé stafræn með áherslu á íslensku sauðkindina og lífsferil ullarinnar.

* Upplýsingar um hvað telst vera "verðminni ull" á Íslandi má finna í verkfærakistunni. 
** Upplýsingar um hvað gæti flokkast undir "óunna ull" má finna í verkfærakistunni. 

 

Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans

Nýsköpunarmót Álklasans fór fram í beinu streymi á þriðjudaginn. Sent var út frá Háskólanum í Reykjavík.