Mosaflísar frá MR unnu Mema - Nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna

Nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna (Mema) náði hámarki með verðlaunaafhendingu í ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudag. Fimm teymi framhaldsskólanemenda frá jafnmörgum framhaldskólum unnu að spennandi hugmyndum og frumgerðum, og kepptu um einnar milljónar króna verðlaunafé sem Veitur ofh stóðu straum af. 

Sigurvegarinn í Mema – Nýsköpunarhraðli framhaldsskólanna árið 2019 var teymi frá MR sem þróaði svokallaðar Mosaflísar, utanhússklæðningu sem hvetur til mosagróðurs á lóðréttum fleti, sem er bæði til að binda kolefni sem og bæta ásýnd á stórhýsum á borð við verksmiðjur, umferðarmannvirki eða opinberar byggingar. 

Borgarholtsskóli bjó til búnað sem hægt er að nota til að regla blágrænar lausnir, þ.e. að veita réttu magni í jarðveginn með snjallri lögn.

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti þróaði smáforrit þar sem notendur geta leyst áskoranir í daglegu lífi sem hvetja til aukinnar umhverfisvitundar. Aðaláherslan þar var á matarsóun. 

Menntaskólinn við Hamrahlíð bjó til ruslatunnu fyrir lífrænan úrgang úr mýsli, þ.e. úr svepp.

Tækniskólinn bjó til smáforrit sem hvetur til aukinna hjólreiða, þar sem fyrirtæki og skólar geta stutt við heilbrigðari og umhverfisvænni lífstíl starfsmanna sinna. 

 Fjölbraut í Breiðholti Menntaskólinn við Hamrahlíð 

Nýsköpunarhraðallinn styðst við hugmyndafræði hönnunarsprettar þar sem hugmyndir eru útfærðar eftir viðurkenndum nýsköpunaraðferðum alþjóðlegra tæknifyrirtækja. Að hönnunarspretti loknum þróuðu öll teymin frumgerðir að hugmyndum sínum með aðstoð sérfræðinga frá háskólasamfélaginu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Fab Lab Reykjavík. Teymin fá áskorun sem valin er út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og að þessu sinni einbeittu nemendur sér að áskorunum í loftslagsmálum.

Mennta­maskína er nýsköp­un­arhraðall sem Nýsköp­un­armiðstöð Íslands og Fab Lab standa að í sam­starfi við Háskóla Íslands.

 

Frábærar hugmyndir og hönnun á Samsýningunni

Frábærar hugmyndir og hönnun á Samsýningunni

Verðlaun voru veitt í fimm flokkum í Samsýningu framhaldsskólanna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á Samsýningunni fengu framhaldsskólanemendur tækifæri til að sýna almenningi verkin sín.
Ársrit klasa 2019 komið út

Ársrit klasa 2019 komið út

Út er komið Ársrit klasa fyrir árið 2019. Klasasetur Íslands gefur ársritið út í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Ritinu er ætlað að koma á framfæri þekkingu og fróðleik um klasa, stjórnun og rekstur þeirra og er vettvangur fræðigreina og rannsókna er tengjast sviðinu. Jafnframt er í ritinu gerð grein fyrir þróun klasa á alþjóðavettvangi og þjónustu sem íslenskir klasar geta nýtt sér í starfsemi sinni.