Námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja

Nýsköpunarmiðstöð Íslands efnir til námskeiða þar sem fjallað er um grundvallaratriði stofnunar og reksturs fyrirtækja. Fjallað er um sölu- og markaðsmál, fjárhagsáætlanir, form fyrirtækja og skattamál ásamt því að farið er yfir mismunandi gerðir viðskiptaáætlana. Út í gegnum námskeiðið vinna þátttakendur með sína eigin viðskiptahugmynd hvort sem hún er komin til framkvæmda eða er á hugmyndastigi. 

Hverjum er námskeiðið ætlað?

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa viðskiptahugmynd og hafa áhuga á því að meta rekstrarhæfni hennar. Eins er námskeiðið ætlað þeim einstaklingum sem þegar hafa stofnað fyrirtæki og vilja auka rekstrarþekkingu sína. Eins á námskeiðið við fyrir þá einstaklinga sem eiga eftir að vinna stefnumótun fyrir fyrirtækið sitt, gera rekstraráætlanir, marðasáætlanir og greina fjármögnunartækifæri. Námskeiðið er haldið í Reykjavík.

Markmið námskeiðisins eru að kynna ýmis gagnleg verkfæri til fyrirtækjareksturs fyrir þátttakendum og leiðbeina þeim við fyrstu skref í rekstri. Námskeiðið veitir: 

  • Þekkingu á grundvallaratriðum við stofnun fyrirtækis
  • Þekkingu á þáttum sem lúta að fyrirtækjarekstri s.s. markaðsmálum, fjármálum og stjórnun
  • Þekkingu til að vinna eigin viðskiptaáætlun

 

 

Færeyingar komu í heimsókn til að kynnast starfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og þjónustu Evrópumiðs…

Samvinna við Færeyjar og Grænland í frumkvöðlamálum og nýsköpun

Hópur Færeyinga kom í heimsókn til að kynnast starfseminni og stuðningi við frumkvöðla.
Trefjar úr blágrýti

Trefjar úr blágrýti

Niðurstöður úr rannsóknarverkefni um trefjaframleiðslu úr blágrýti voru nýverið birtar í vísindagrein eftir Birgi Jóhannesson, Þorstein I. Sigfússon og Hjalta Franzson.