Norræn nýsköpun - Nordic Innovation

Norræn nýsköpun 

Norræna nýsköpunarmiðstöðin (Nordic Innovation) er stofnun sem norræna ráðherranefndin setti á fót á sínum tíma og hefur aðsetur í Osló. Hlutverk Nordic Innovation er að vinna að aukinni samvinnu Norðurlanda í nýsköpun og efla viðskipti á milli frændþjóðanna. Að ráðherranefndinni standa Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland, auk Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Norræna nýsköpunarmiðstöðin hrindir af stað og fjármagnar aðgerðir til eflingar á nýsköpun og hún á einkum samstarf við lítil og meðalstór fyrirtæki á Norðurlöndum. Hlutverk hennar er að greiða fyrir þróun og rekstri fyrirtækja yfir norræn landamæri. 

26 milljónir manna búa í þessum löndum og er samstarf þessara grannþjóða það öflugasta í heiminum, enda horfa margir til þess árangurs sem náðst hefur á þessu svæði. 

Um 25 manns vinna á skrifstofum Nordic Innovation og þar af eru þrír Íslendingar og er heildarvelta miðstöðvarinnar um 80m NOK á ári (ríflega 1,1 ma ÍSK).

 

Nordic Innovation hefur skilgreint þrjú meginverkefni sem miðstöðin mun leggja sérstaka áherslu á næstu árin. Hér er stutt kynning á hverju og einu af þessum verkefnum á ensku. 

 

Nordic Smart Mobility and Connectivity 

The Nordic Smart Mobility and Connectivity program is our contribution to develop a more sustainable, connected, integrated and seamless transport system in the Nordic region – reducing carbon footprints, increasing the quality of life for all Nordic citizens and creating opportunities for Nordic businesses.

Nánari upplýsingar um Smart Mobility verkefnið.

 

Health, Demography and Quality of Life 

With the Health, Demography and Quality of Life program, we connect people, data and innovation for a better life – and help make the Nordics the most sustainable and integrated health region in the world, providing the best possible personalised health care for all its citizens.

Nánari upplýsingar um heilsu, lýðfræði og lífsgæðaverkefnið.

 

Nordic Sustainable Business Transformation 

With Nordic Sustainable Business Transformation, Nordic Innovation aims to contribute to sustainable growth and competitiveness in Nordic businesses. In order to achieve this vision, the Nordic region should become a global innovation hub for circular- and bio-economy solutions to attract talent, investments and increase export for Nordic businesses.

Nánari upplýsingar um Sustainable Business verkefnið.

 

 

Nánari upplýsingar um Nordic Innovation: 

www.nordicinnovation.org

 

Nánari upplýsingar hérlendis veitir: 

Fjalar Sigurðarson

fjalar@nmi.is

 

 

Caroline Medino ásamt leiðbeinanda sínum Guðmundi Gunnarssyni.

Meistaravörn: Munu álver framtíðarinnar losa súrefni í stað koldíoxíðs?

Nemendaverkefni um bætta orkunýtni við rafgreiningu með eðalrafskautum, í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar, HR og Arctus ehf. undir leiðsögn Guðmundar Gunnarssonar NMÍ, Guðrúnar Sævarsdóttur HR og Halldórs Svavarssonar HR.
Ný áætlun um að efla samstarf á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndum

Ný áætlun um að efla samstarf á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndum

Norðurlönd hafa fengið nýja samstarfsáætlun á sviði ferðaþjónustu sem gildir frá 2019 til 2023.