Ný áætlun um að efla samstarf á sviði ferðaþjónustu á Norðurlöndum

Í frétt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að Norðurlönd hafa fengið nýja samstarfsáætlun á sviði ferðaþjónustu. Þar er áhersla meðal annars lögð á samstarf um stafvæðingu og nýsköpun til að efla samkeppnishæfni í geiranum, öfluga kynningu á Norðurlöndum á fjarlægum mörkuðum og aukið samstarf til að skapa góð rammaskilyrði fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu.

Norrænu atvinnumálaráðherrarnir samþykktu ferðaþjónustuáætlunina á árlegum fundi sínum sem fram fór þann 27. júní í Reykjavík. Gildistímabil samstarfsáætlunarinnar er 2019–2023.

Aðdragandi hinnar nýju áætlunar er að ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á Norðurlöndum. Vægi hennar fyrir hagkerfi og atvinnustig landanna verður stöðugt meira. Þessu fylgja einnig fjölmargar áskoranir, ekki síst fyrir umhverfið. Það hefur orðið til þess að samstarf á sviði ferðaþjónustu er nú forgangsmál á dagskrá norrænu atvinnumálaráðherranna.

Í nýju samstarfsáætluninni er lagt til að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða með nýskapandi lausnum, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Í áætluninni er einnig talað um að gera úttekt á reglum norrænu landanna með það fyrir augum að greina þau svið sem þróa má frekar. Auk þess er áhersla lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar.

 

Sameinuðu þjóðirnar verðlauna Atmonia

Sameinuðu þjóðirnar verðlauna Atmonia

Sprotafyrirtækið Atmonia sem hefur aðsetur á Nýsköpunarmiðstöð hefur hlotið alþjóðleg verðlaun frá Sameinuðu þjóðunum (UNIDO - United Nations Industrial Development Organization)
Á myndinni eru aðstandendur Snjallræðis og nokkrir þátttakendur frá síðasta vetri.

Lumar þú á snjallræði fyrir samfélagið?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Snjallræði – 8 vikna viðskiptahraðal þar sem megináherslan er á verkefni í þágu samfélagsins.