Ný skýrsla um tækifæri í útflutningi í áliðnaði

Mikil uppbygging hefur orðið í áliðnaði á undanförnum áratugum og stóriðju vaxið fiskur um hrygg með kísilverum og álþynnuverksmiðju. Þó að fyrirtækin séu fá eru þau öflug á alþjóðavísu og nægir að benda á að Ísland er annað stærst í álframleiðslu í Evrópu á eftir Noregi. Þessi uppbygging hefur rennt stoðum undir öflugan álklasa þar sem hundruð  fyrirtækja selja vörur og þjónustu til þessara fyrirtækja.  út er komin skýrsla um útflutningstækifæri fyrirtækja sem starfa innan álklasans á Íslandi. Skýrslan er unnin af Magnúsi Júlíussyni í samstarfi við Íslandsstofu, Álklasann og Samál. 

 

Skýrslan í pdf formi: 
Álklasinn á Íslandi -  Útflutningstækifæri