Nýsköpunarsetur á Grundartanga

Samningar um Nýsköpunarsetur á Grundartanga voru undirritaðir nýverið á ráðstefnu sem haldin var á Akranesi um nýsköpun og atvinnuþróun á Vesturlandi. Að Nýsköpunarsetrinu á Grundartanga standa auk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Elkem Ísland, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og Þróunarfélagið Grundartanga. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ráðherra vottaði samninginn.

Tilgangur með stofnun og rekstri Nýsköpunarsetursins á Grundartanga er að styðja við nýsköpun í atvinnulífi. Nýsköpunarsetrinu er ætlað að auðvelda frumkvöðlum með hugmyndir að nýsköpun og raungera viðskiptahugmyndir sínar og hraða ferlinu frá því að hugmynd verður til og þar til rekstur hefst. Hugmyndirnar sem unnið verður með á Nýsköpunarsetrinu eiga að vera tengdar nýsköpun á sviði orku eða umhverfismála og hafa það að markmiði að leiða til verðmætasköpunar fyrir núverandi eða framtíðarstarfsemi á Grundartanga þjóðinni til heilla.

Dómnefnd NKG fer yfir hugmyndir grunnskólanema

Dómnefnd NKG fer yfir hugmyndir grunnskólanema

Úrslitin nálgast í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Spennandi erindi á ársfundi

Spennandi erindi á ársfundi

Ársfundur 3. maí í Hofi á Akureyri býður upp á fjölbreytt og spennandi erindi.