Nýsköpunarsetur á Grundartanga

Samningar um Nýsköpunarsetur á Grundartanga voru undirritaðir nýverið á ráðstefnu sem haldin var á Akranesi um nýsköpun og atvinnuþróun á Vesturlandi. Að Nýsköpunarsetrinu á Grundartanga standa auk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Elkem Ísland, Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og Þróunarfélagið Grundartanga. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ráðherra vottaði samninginn.

Tilgangur með stofnun og rekstri Nýsköpunarsetursins á Grundartanga er að styðja við nýsköpun í atvinnulífi. Nýsköpunarsetrinu er ætlað að auðvelda frumkvöðlum með hugmyndir að nýsköpun og raungera viðskiptahugmyndir sínar og hraða ferlinu frá því að hugmynd verður til og þar til rekstur hefst. Hugmyndirnar sem unnið verður með á Nýsköpunarsetrinu eiga að vera tengdar nýsköpun á sviði orku eða umhverfismála og hafa það að markmiði að leiða til verðmætasköpunar fyrir núverandi eða framtíðarstarfsemi á Grundartanga þjóðinni til heilla.

Ró-box úr Tækniskólanum vann keppnina Ungir frumkvöðlar

Ró-box úr Tækniskólanum vann keppnina Ungir frumkvöðlar

Fyrirtækið Ró-box, úr Tækniskólanum, var valið fyrirtæki ársins í samkeppni Ungra frumkvöðla 2019.
Hafragrautaruppáhellarinn vann Nýsköpunarkeppni grunnskóla

Hafragrautaruppáhellarinn vann Nýsköpunarkeppni grunnskóla

Úrslit í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2019 liggja nú fyrir og voru verðlaun afhent með viðhöfn í Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands, Guðni Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra ávörpuðu hugvitsfólkið og ahentu verðlaun í ýmsum flokkum.