Nýtt Rb blað um rakaöryggi

Nýja Rb blaðið um rakaöryggi bygginga
Nýja Rb blaðið um rakaöryggi bygginga

Rannsóknastofa byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út nýtt Rb blað sem nefnist Rakaöryggi bygginga, skipulag, áætlanagerð og framkvæmd. 

Blaðið inniheldur yfirlit yfir ábendingar fyrir byggingaraðila sem vilja takmarka óæskilegan raka í byggingarefnum á framkvæmdastigi bygginga. Tilgangur blaðsins er jafnframt að auka markvissar aðgerðir byggingaraðila til að auka rakaöryggi bygginga en óþarfa byggingarraki eða rakauppsöfnun getur síðar valdið rakaskemmdum með miklu fjárhagslegu tjóni og heilsufarsvanda hjá íbúum og notendum. 

Þetta á bæði við um raka vegna utanaðkomandi umhverfisþátta (t.d. úrkomu) meðan á framkvæmd stendur og vegna verkþátta sem fela í sér notkun vatns eins og til dæmis notkun steypu og múrefna.

Rb blað um rakaöryggi bygginga

Dreifing án endurgjalds

Í ljósi þeirra ráðstafana sem hið opinbera hefur gripið til í því skyni að bregðast við efnahagsástandinu og hækka tímabundið endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 100% í anda „Allir vinna“ átaksins, sem upphaflega fór af stað árið 2009, hefur Nýsköpunarmiðstöð Íslands ákveðið að dreifa nýja Rb blaðinu frítt á vefnum.

Nýtt Rb blað um rakaöryggi bygginga má nálgast endurgjaldslaust með því að smella á litlu táknmyndina vinstra megin - eða á þennan texta. 

Þar sem breytingarnar á „Allir vinna“ átakinu fela í sér að hægt er að fá endurgreiðslu vegna vinnu á verkstað, hönnunar og eftirlits er ljóst að landsmenn munu margir huga að viðhaldi sinna fasteigna á þessu ári og því næsta og vonandi verður hið nýja Rb blað um rakaöryggi bygginga bæði lærðum og leikum til fróðleiks og leiðbeininga varðandi það skipulag, áætlunagerð og framkvæmd sem æskilegt er að hafa í huga til að takmarka óæskilegan raka í byggingarefnum á viðhalds- og framkvæmdastigi bygginga.

Fyrirmyndarstofnun ársins 2020

Fyrirmyndarstofnun ársins 2020

Nýsköpunarmiðstöð Íslands var valin Fyrirmyndarstofnun ársins 2020 í sínum stærðarflokki.