Ræsing Norðurlands vestra

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélögunum. Þátttakendur fá leiðsögn og fræðslu um hugmyndavinnu, vöru- og þjónustuþróun, fjármögnun og áætlanagerð. Verkefnið verður unnið í júní og verða áætlanir rýndar í ágúst. 

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí.

Besta viðskiptahugmyndin fær allt að 1.000.000 kr. í verðlaun.

Umsóknarform er hér að finna á upplýsingasíðunni um Ræsingu Norðurlands vestra

Frekari upplýsingar veita þau Anna Guðný Guðmundsdóttir annagudny@nmi.is og Sigurður Steingrímsson, sigurdurs@nmi.is

Þess má geta að tvö verkefni sem  fengu styrk úr Tækniþróunarjóði nýlega tóku þátt í Ræsingu Suðurnesja sem Nýsköpunarmiðstöð hélt í samvinnu við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hekluna atvinnuþróunarfélag. Annað þeirra er „Hafmeyjan - þarabað og heilsulind“ sem Bogi Jónsson stendur að og vinningsverkefnið úr Ræsingu Suðurnesja, Öryggiskrossinn - Merkingar fyrir flugbrautir sem Sigurður Ingi Kristófersson og Hanna María Kristjánsdóttir hafa þróað.  Ræsing Skagafjarðar gat síðan af sér verkefnið „Stakkaskipti í útflutningi - Einangrandi umbúðir“. 

2,5 milljónir í verðlaun í stærsta stafræna hakkaþoni sem haldið hefur verið á Íslandi

2,5 milljónir í verðlaun í stærsta stafræna hakkaþoni sem haldið hefur verið á Íslandi

2,5 milljónir í verðlaun í stærsta hakkaþoni sem haldið hefur verið á Íslandi Nýsköpunarkeppninni Hack the Crisis Iceland lýkur á hádegi í dag. Þetta er stærsta stafræna hakkaþon sem haldið hefur verið hér á landi með nærri tvöhundruð þátttakendum víða að úr heiminum.
Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar

Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar

Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar Reykjavíkurborg býður húsnæði til leigu í Gufunesi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði fyrir áhugaverð skapandi verkefni. Til ráðstöfunar eru rúmlega 9 þús. fermetrar sem ætlunin er að nýta sem hluta af viðspyrnu vegna erfiðs efnahagsástands í kjölfar covid-19 faraldursins og eru ekki í notkun í dag eða eru að losna.