Ratsjáin á Norðurlandi vestra farin af stað

Ratsjáin, nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, er nú farin af stað í fjórða skiptið. Að þessu sinni eru það fulltrúar sex starfandi fyrirtækja í ferðaþjónustu, á Norðurlandi vestra, sem taka þátt í verkefninu.  Ratsjáin fer þannig fram að hvert fyrirtæki er heimsótt einu sinni af öllum hinum fyrirtækjunum og rekstur þess fyrirtækis tekinn fyrir og brotinn til mergjar. Þátttakendur eru fólk með mikla samanlagða reynslu af  þjónustu við ferðamenn og því geta stjórnendur lært mikið hver af öðrum. Auk þess eru reyndir fagmenn fengnir til leiðbeiningar í hvert sinn.  

„Við erum mjög spennt að leggja af stað í þessa vegferð á þessu landssvæði með þessum sterku og flottu fyrirtækjum“ sagði Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslenska ferðaklasanum. „Hér höfum við metnaðarfull fyrirtæki sem stefna hátt og vilja nýta þetta tækifæri til að efla fyrirtæki sín enn meira“.  

Verkefnið var sett af stað með formlegum hætti á Blönduósi þann 12.febrúar en fyrsti heimafundur þar sem hin raunverulega vinna hefst verður strax í næstu viku. Verkefninu líkur svo með pomp og prakt þann 9.maí þegar lokafundur og síðasta fyrirtækið í þessum hring bíður heim. 

Eftirfarandi fyrirtæki taka þátt í Ratsjá ferðaþjónustunnar 2019. 

Selasigling ehfá Hvammstanga var stofnað 2010 með það að markmiði að búa til atvinnugrein í ferðaþjónustu sem gæti skilað a.m.k. 4 árs störfum á Hvammstanga. Siglt er að selalátri í Miðfirði og sögð saga um lífshlaup sela frá fæðingu við mikla hrifningu ferðamanna. 

Ferðaþjónustan á LýtingsstöðumSkagafirði er lítið en metnaðarfullt fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið rekið frá árinu 2000. Lýtingsstaðir er sveitabær með hrossarækt og fjárbúskap. Þar er boðið upp á hestatengda afþreyingu (stuttar og langar hestaferðir) og gistingu í þremur gestahúsum. Árið 2015 var þar hlaðið gamaldags hesthús, hlaða og rétt úr torfi og er boðið upp á að skoða torfhúsin með persónulegri leiðsögn fyrir hópa og einstaklinga.

Spíra ehf– Sauðárkróki er framsækið ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur verið starfrækt frá árinu 2009 og rekur Miklagarð Guesthouse, Hótel Miklagarð og Hótel Tindastól. Árið 2015 bættust við veitingastaðirnir Ólafshús, Kaffi Krókur og Mælifell.

Veitingastaðurinn B&S Restaurantá Blönduósi hefur verið starfræktur síðan 2007 og leggur mikið upp úr því að skapa góðan áningarstað fjölskyldunnar við þjóðveginn. Þar er einnig rekin Eyvindarstofa, sem hönnuð er í stíl Eyvindarhellis þar sem gestir fá tækifæri til að upplifa heimkynni Fjalla-Eyvindar, útilegumannsins á Hveravöllum.

Ferðaskrifstofan Seal Travel– Hvammstanga vinnur að því að setja saman pakka og ferðir sem nýta sem flesta þjónustuaðila á svæðinu og tilgangur hennar er að auka ennfremur þá góðu samvinnu sem einkennir ferðaþjónustu í Húnaþingi vestra og auka heilsársstarfssemi á svæðinu. 

Færeyingar komu í heimsókn til að kynnast starfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og þjónustu Evrópumiðs…

Samvinna við Færeyjar og Grænland í frumkvöðlamálum og nýsköpun

Hópur Færeyinga kom í heimsókn til að kynnast starfseminni og stuðningi við frumkvöðla.
Trefjar úr blágrýti

Trefjar úr blágrýti

Niðurstöður úr rannsóknarverkefni um trefjaframleiðslu úr blágrýti voru nýverið birtar í vísindagrein eftir Birgi Jóhannesson, Þorstein I. Sigfússon og Hjalta Franzson.