Samvinna við Færeyjar og Grænland í frumkvöðlamálum og nýsköpun

Færeyingar komu í heimsókn til að kynnast starfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og þjónustu Evrópumiðs…
Færeyingar komu í heimsókn til að kynnast starfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og þjónustu Evrópumiðstöðvar.

Hópur Færeyinga kom í heimsókn til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á dogunum, til að kynnast starfseminni og stuðningi miðstöðvarinnar  við frumkvöðla. Einnig fengu þeir kynningu á þeim verkefnum sem  eru í gangi á sviði menntamála og Evrópumiðstöðvar. Færeyingar eru að vinna  fjölbreytt starfi heima fyrir, þar á meðal með rekstur frumkvöðlasetra, annan stuðning við frumkvöðla og utanumhald um nýsköpunarkeppni í grunn- og framhaldsskólum. Eyjólfur B. Eyjólfsson fór yfir allt það sem Nýsköpunarmiðstöðin er að gera í nýsköpunar- og frumkvöðlamenntun, sagði frá þeim 5 keppnum sem miðstöðin kemur að , ásamt útgáfu námsefnis, fyrir öll skólastig. Kjartan Due Nielsen sagði  frá starfi og þjónustu Evrópumiðstöðvar.


Nýsköpunarmiðstöð hefur unnið með Færeyingum í NORA verkefnum þar sem sem Grænlendingar og Norðmenn hafa einnig komið að. Nú um stundir erum unnið að útgáfu og þýðingu á handbók fyrir frumkvöðla. Hún hefur verið gefin út á dönsku og grænlensku og nú er unnið að því að fá hana þýdda yfir á færeysku og íslensku. Einnig eru Íslendingar, í samstarfi við Færeyjar og Grænland, að sækja um styrk til NORA til að vinna að verkefni, þvert á milli landanna þriggja.
Í lok kynningar, kom fram mikill áhugi á nánara samstarfi á milli frændþjóðanna og var t.d. ákveðið að hefja formlegt samstarf á milli frumkvöðlasetranna í Færeyjum og Íslandi, kanna möguleikann á að vinna saman að nýsköpunar- og frumkvöðlamenntun  og bjóða færeyskum frumkvöðlum, upp á þá þjónustu Evrópumiðstöðvar.

Trefjar úr blágrýti

Trefjar úr blágrýti

Niðurstöður úr rannsóknarverkefni um trefjaframleiðslu úr blágrýti voru nýverið birtar í vísindagrein eftir Birgi Jóhannesson, Þorstein I. Sigfússon og Hjalta Franzson.
Snjallvæðing og loftslagsmál á Nýsköpunarmóti Álklasans

Snjallvæðing og loftslagsmál á Nýsköpunarmóti Álklasans

Fjórir háskólanemar fengu hvatningarviðurkenningar á vel sóttu Nýsköpunarmóti Álklasans í Háskóla Íslands. Snjallvæðing, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið voru ofarlega á baugi í erindum.