Sjö metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eystra valin til þátttöku í Ratsjánni

Ratsjáin á Norðurlandi eystra.
Ratsjáin á Norðurlandi eystra.

Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en Norðurland eystra er sjötta Ratsjáin sem fer af stað.  Verkefnið nýtur stuðnings frá Byggðaáætlun fyrir árin 2019-2021. Að þessu sinni eru það fulltrúar sjö starfandi fyrirtækja í ferðaþjónustu, á Norðurlandi eystra, sem taka þátt í verkefninu.  Ratsjáin fer þannig fram að hvert fyrirtæki er heimsótt einu sinni af öllum hinum fyrirtækjunum og rekstur þess fyrirtækis tekinn fyrir og brotinn til mergjar. Þátttakendur eru fólk með mikla samanlagða reynslu af  þjónustu við ferðamenn og því geta stjórnendur lært mikið hver af öðrum. Auk þess eru reyndir fagmenn fengnir til leiðbeiningar í hvert sinn.

„Það er algjörlega magnað að upplifa að í sjötta skiptið sem við leggjum af stað með Ratsjánna erum við ennþá að toppa okkur hvað fyrirtækin og stjórnendur þeirra varðar. Þau sjö fyrirtæki sem voru valin til þátttöku að þessu sinni eru fjölbreytt auk þess að vera svæðinu sínu til mikils sóma“ sagði Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslenska ferðaklasanum. „Hér höfum við metnaðarfull fyrirtæki sem stefna hátt og vilja nýta þetta tækifæri til að efla fyrirtæki sín enn frekar“.

Verkefnið var sett af stað með formlegum hætti á Akureyri þann 18. febrúar en fyrsti heimafundur þar sem hin raunverulega vinna hefst verður strax í næstu viku.

Eftirfarandi fyrirtæki taka þátt í Ratsjá ferðaþjónustunnar á Norðurlandi eystra 2020.

  • Húsavík Cape Hotel
  • Akureyri Whale Watching
  • Arctic Trip
  • Snow Dogs ehf.
  • Saltvík ehf
  • Kaffi kú
  • Verbúðin 66

Nánari uplýsingar um Ratsjána veita:

Selma Dögg Sigurjónsdóttir, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, selma@nmi.is – S.  522 9434

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Íslenska ferðaklasanum, asta.kristin@icelandtourism.is, S. 861-7595

Fylgist með okkur á Facebook – Ratsjáin – fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu

Softlanding prógram í Rússlandi fyrir sprotafyrirtæki

Softlanding prógram í Rússlandi fyrir sprotafyrirtæki

Softlanding prógram í Rússlandi fyrir sprotafyrirtæki

Áformað að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður um áramótin

Nýsköpunarráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Með breytingunum vill nýsköpunarráðherra stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi.