Skapandi verkefni í húsnæði borgarinnar

 

Hverjir geta fengið húsnæði? 

Við val á starfsemi í húsin verður sérstök áhersla lögð á skapandi greinar, að byggja upp og efla nýjar atvinnugreinar og samfélagsleg verkefni. Leitast verður eftir því að starfsemin falli vel að nærumhverfinu og gæði það lífi.  Kvikmyndagerð og starfsemi henni tengd hefur byggst upp í Gufunesi á síðustu árum og önnur listsköpun hefur einnig fest þar rætur.   Vinnuhópur Reykjavíkurborgar metur umsóknir og velur samstarfsaðila.  Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að fara í samstarf við hvaða umsækjanda sem er byggt á mati vinnuhópsins eða hafna öllum. 

Hvernig er ástand húsnæðisins? 

Húsin sem um ræðir eru fjölbreytt, í misjöfnu ástandi og verða afhent eins og þau eru.  Reykjavíkurborg leggur ekki fjármagn til endurbóta og allar endurbætur leigutaka á húsnæðinu verða eign Reykjavíkurborgar að samningstíma loknum.  Áhugasömum er bent á að skoða vandlega kosti húsanna og galla áður en til umsóknar kemur.  

Hvað er húsnæðið leigt í langan tíma? 

Hugmyndafræði verkefnisins er að auglýsa eftir tímabundnum leigjendum á meðan viðkomandi svæði eru í skipulags- og uppbyggingarferli sem þó er hugsað til nokkurra ára.  Almennt verður gert ráð fyrir ótímabundnum leigusamningi með gagnkvæmum þriggja mánaða uppsagnarfresti en möguleiki verður á að gera samning til skemmri eða lengri tíma.

Hvert er leiguverðið? 

Gengið er út frá því að umsækjendur komi með tillögu að leiguverði og leigutíma í umsóknum sem metnar verða sérstaklega af vinnuhópi borgarinnar. 

Hvenær get ég skoðað húsnæðið? 

Boðið verður upp á skoðunarferðir um húsakynni miðvikudaginn 10. júní 

  • Skerjafjörður kl. 14:00 
  • Bryggjuhverfi kl. 15:30  
  • Gufunes kl. 17:00 

Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku í skoðunarferð. 

Hvernig sæki ég um húsnæði?  

Opnað verður fyrir umsóknir 5. júní hérna á síðunni með til þess gerðu umsóknareyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 22. júní 2020. 

Hvar finn ég nánari upplýsingar um húsnæðið?  

Rúv fjallaði um Gufunes og tók viðtal við Dag B. Eggertsson borgarstjóra um verkefnið og er hægt að nálgast þáttinn hér.

Hér finnur þú nánari upplýsingar um það húsnæði sem til leigu er:  

  skapandi_bryggjuhverfi.jpg  

Hvert sendi ég fyrirspurnir?     

Vinsamlega beinið fyrirspurnum á netfangið skapandi@reykjavik.is eða hringið í símaver Reykjavíkurborgar, s. 411 11 11.  

Svör við fyrirspurnum   

Svör við fyrirspurnum sem hafa vægi fyrir alla umsækjendur verða birt á síðunni hjá Reykjavíkurborg.

 

 

Verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands  situr í vinnuhópnum um þetta spennandi verkefni. 

Útskrift Brautargengiskvenna vorönn 2020

Útskrift Brautargengiskvenna vorönn 2020

22 konur útskrifuðust á dögunum af Brautargengi sem er námskeið ætlað konum til að þróa eigin viðskiptahugmynd. Hópurinn vann hörðum höndum alla vorönnina að verkefnum sínum.
Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og framkæmdastjóri Arctus Metals ehf. og Guðmundur Gunnarsson fa…

Ál framleitt með umhverfisvænum hætti, orkusparandi og býr til súrefni!

Umhverfisvæn álframleiðsla með óvirkum forskautum, sem er bylting fyrir áliðnaðinn. Engin CO2 losun. Getur orðið stærsta fyrirtæki á Íslandi.