SmartX Europe textílhraðall - opið fyrir umsóknir

SmartX Europe hefur opnað fyrir umsóknir inn í snjalltextíl-hraðal (Smart Textil). 

Hraðallinn er tilvalinn fyrir sprota og lítil og meðalstór fyrirtæki í snjalltextíl (Smart Textile) og tengdum greinum.

Athugið að það eru tveir umsóknarfrestir. Annar er til að staðfesta áhuga og hinn er til að klára að senda inn verkefnið.  

Þau verkefni sem verða samþykkt inn í hraðal fá allt að 60.000 evrur á ári í stuðning og aðgengi að mentora-tímum á vegum samstarfsaðila SmartX.

Umsóknarfrestur á staðfestum áhuga á þessum hraðli er 15. febrúar nk.

Nánari upplýsingar um snjalltextílhraðal Smart X Europe  að finna hér.

Ratsjáin á Norðurlandi eystra.

Sjö metnaðarfull ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi eystra valin til þátttöku í Ratsjánni

Ratsjáin er nýsköpunar- og þróunarverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, en Norðurland eystra er sjötta Ratsjáin sem fer af stað. Verkefnið nýtur stuðnings frá Byggðaáætlun fyrir árin 2019-2021.