Softlanding prógram í Rússlandi fyrir sprotafyrirtæki

Softlanding prógram í Skolkovo Rússlandi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur hafið samstarf við Skolkovo Community í Rússlandi.

Þar er starfrækt reglulega tveggja vikna Softlanding prógramm fyrir alþjóðleg sprotafyrirtæki sem hafa áhuga á Rússlandi. Á þessum tveim vikum gefst hverjum sprota í samvinnu við sinn staðbundna verkefnastjóra tækifæri á að vinna við að setja upp áætlun, þróa vörur, aðlaga þær að rússlandsmarkaði, finna samstarfsaðila, viðskiptavini og fjárfesta.

Næsta prógram hefst 2.mars nk. En þau eru haldin reglulega yfir árið. 

Af hverju þetta prógram?

- Rússlandsmarkaður er óplægður akur. Miklir möguleikar til vaxtar
- Prógrammið er gjaldfrjálst
- Hver þátttakandi fær sinn verkefnastjóra til að leiðbeina með viðskiptamódel, þróun vöru, samtal við birgja, fjárfesta og samstarfsaðila og fleira sem tengist sölu á nýjum markaði
- Frítt skrifstofupláss í mánuð
- Þátttakandi öðlast sértæka og nákvæma þekkingu á rússneskum markaði
- Staðbundið tengslanet
- Þátttakendum býðst að gerast íbúi Skolkovo sem opnar á betri leiðir varðandi skatta - og tollamál 
- Aðgangur að frumkvöðlaþjónustu og ráðgjöf varðandi fjármögnunarleiðir

Prógrammið er frítt og skráning fer fram hér

Allar frekari upplýsingar um prógrammið veitir Katrín Jónsdóttir verkefnastjóri. katrin.jons@nmi.is

Áformað að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður um áramótin

Nýsköpunarráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Með breytingunum vill nýsköpunarráðherra stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi.
Vel heppnuðu Loftslagsmóti lokið

Vel heppnuðu Loftslagsmóti lokið

Nýsköpunarorkan var allsráðandi á Grand Hótel í morgun 3. mars þar sem rúmlega hundrað manns mættu milli kl. 9-12 og tóku þátt í samtals 230 örfundum.