Stafrænt forskot á Reykjanesi

Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á Stafrænt forskot, vinnustofur í markaðssetningu á samfélagsmiðlum, á Reykjanesi í febrúar og mars í samstarfi við Hekluna og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.

Með því að hagnýta Stafrænt forskot geta fyrirtæki meðal annars:
- mótað sér stafræna stefnu
-skipulagt vefvinnu og vefuppsetningu fyrirtækisins
-skipulagt og byrjað notkun á samfélagsmiðlum
-tekið næstu skref í notkun samfélagsmiðla

Um er að ræða þrjár vinnustofur, 25.febrúar, 10. mars og 18.mars og kennt verður í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Skráning

Nánari upplýsingar veita: Arna Lára (arnalara@nmi.is) og Hulda Birna (huldabirna@nmi.is)

 

 

Loftslagsmót, stefnumót fyrirtækja um loftslagsmál

Loftslagsmót, stefnumót fyrirtækja um loftslagsmál

Loftslagsmót er vettvangur fyrir fyrirtæki sem leitast eftir eða bjóða upp á ráðgjöf og lausnir, á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Hér er átt við hverskyns lausnir sem styðja við umhverfisvænni rekstur.
Hópurinn sem tók þátt í Ratsjánni á Norðurlandi vestra ásamt fulltrúum Íslenska ferðaklasans og Nýsk…

Ratsjáin á Norðurlandi eystra vorið 2020 - umsóknarfrestur til 10. febrúar.

Viltu gera enn betur? Ratsjáin er sex vikna svæðisbundið þróunar- og nýsköpunarverkefni fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem vilja gera enn betur. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið.