Stafrænt forskot fyrir íslensk fyrirtæki

Þorsteinn I. Sigfússon og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fagna opnun vefsins um Stafrænt forskot.
Þorsteinn I. Sigfússon og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fagna opnun vefsins um Stafrænt forskot.

Ráðherra iðnaðar- og nýsköpunarmála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hleypti í dag af stokkunum svokölluðu Stafrænu forskoti íslenskra fyrirtækja.

Stafrænt forskot er safn af vefritum og vinnustofum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður fyrirtækjum til að hjálpa þeim að hagnýta vef, samfélagsmiðla og aðra stafræna tækni í  markaðsmálum og rekstri.  Allt efnið á vefnum, bæði vefrit og vinnustofur verða án endurgjalds á vefslóðinni forskot.nmi.is/

 

Ráðherrann sagði við þetta tækifæri:

„Stafrænt forskot getur verið fyrsta - og kannski mikilvægasta - skref fyrirtækja í átt að forskoti í alþjóðlegri samkeppni. Þegar kemur að stafrænu forskoti er nefnilega ekki spurt um stærð eða staðsetningu fyrirtækis. Þar er það þekking og dugnaður sem skiptir öllu. Hér er þekkingin – ykkar er dugnaðurinn.“

Stafrænt forskot er afurð samstarfs sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur tekið uppp við kollega sína hjá Business Gateway í Skotlandi. Stór hluti efnisins er staðfærður og aðlagaður íslenskum aðstæðum úr sambærilegu efni sem hefur verið í boði í Skotlandi.

 Mælt er með því að fyrirtæki taki fyrst örstutta stafræna könnun til þess að finna út hvar fyrirtækið er statt. Niðurstaðan úr könnuninni er notuð til að velja þau vefrit sem fyrirtækið þarf helst á að halda til að komast á næsta stig í stafrænum rekstri og markaðssetningu.  Gestir á vefnum forskot.nmi.is á vefnum er að sjálfsögðu frjálst að skoða sig um og hlaða niður þeim vefritum sem þá  langar helst að lesa. 

 

Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands munu halda áfram að bæta við efni á þennan vef. 

Hönnuður SEB Jewellry, Sigríður Edda Bergsteinsdóttir.

Átak til atvinnusköpunar skilar árangri

SEB tók þátt í alþjóðlegu skartgripasýningunni Inhorgenta Munich dagana 16. – 19. febrúar 2018
NKG og Kóðinn taka upp formlegt samstarf

NKG og Kóðinn taka upp formlegt samstarf

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og Kóðinn 1.0 hafa tekið upp formlegt samstarf. Kóðinn 1.0 eru forritunarleikar fyrir krakka í 6. og 7. bekk en þar er tekist á við vikulegar áskoranir á micro:bit smátölvunni sem tengjast tölvum, forritum, snjallsímum og Internetinu.