Stafrænt forskot - Akureyri í mars - skráðu þitt fyrirtæki

Vinnustofur um Stafrænt forskot eru að fara af stað, en verkefnið er unnið í samstarfi við landshlutasamtök og atvinnuþróunarfélög víðs vegar um land.  Vinnustofurnar samanstendur af þremur vinnufundum á hverjum stað. Vinnustofur verða haldnar 7., 13. og 14. mars nk. í Verksmiðjunni frá kl. 13-16.

Markmið vinnustofanna er að auka samkeppnishæfni starfandi fyrirtækja á landsbyggðinni sem nú eiga undir högg að sækja í alþjóðlegri samkeppni.  Verkefnið miðar að því:

  • Að bjóða framúrskarandi efni til stuðnings fyrirtækjum sem vilja efla getu sína á sviði stafrænnar tækni
  • Að efla stoðþjónustu við frumkvöðla og fyrirtæki með aukinni þekkingu og þjálfun um stafræna tækni
  • Að innleiða tiltekna þætti stafrænar tækni í innviði fyrirtækja sem gætu haft afgerandi áhrif á árangur þeirra til skemmri og lengri tíma
  • Að niðurstöðurnar verði fyrirmynd fyrirtækja um innleiðingu stafrænnar miðlunar og tækni til bættrar samkeppni

Með því að hagnýta Stafrænt forskot geta fyrirtæki meðal annars:
- mótað sér stafræna stefnu
-skipulagt vefvinnu og vefuppsetningu fyrirtækisins
-skipulagt og byrjað notkun á samfélagsmiðlum
-tekið næstu skref í notkun samfélagsmiðla

 Nánari upplýsingar um verkefnið gefa:

Arna Lára Jónsdóttir arnalara@nmi.is og Hulda Birna Baldursdóttir hulda@nmi.is

Vefsvæði um stafrænt forskot má finna hér:

Stafrænt forskot  - en þar má finna gagnleg rit og aðrar upplýsingar sem nýtast fyrirtækjum og frumkvöðlum að fóta sig í stafrænum heimi.

Skráning á vinnustofuna

Norrænt heilsuhakkaþon í Reykjavík og Helsinki

Norrænt heilsuhakkaþon í Reykjavík og Helsinki

Norræn heilsuhakkaþon verða haldin í Reykjavík og Helsinki í mars. Eitt heppið lið frá Íslandi fær frítt flug og uppihald í Helsinki,
Ratsjáin á Norðurlandi vestra farin af stað

Ratsjáin á Norðurlandi vestra farin af stað

Ratsjáin farin af stað í fjórða skiptið með 6 fyrirtækjum frá Norðurlandi vestra.