Tengslanet fyrir kvenfrumkvöðla utan höfuðborgarsvæðisins

Janfningjatengslaverkefni W-Power
Janfningjatengslaverkefni W-Power

Frumkvöðlakonur utan höfuðborgarsvæðisins fá stuðning til að efla alþjóðlegt tengslanet sitt með því að taka þátt í tengslaverkefni W-Power.

W-Power styður við frumkvöðlakonur í dreifðari byggðum á norðurslóðum, hvetur þær til að stofna fyrirtæki eða þróa og stækka starfandi fyrirtæki. Þátttökulöndin eru ásamt Íslandi; Finnland, Svíþjóð, Írland, Skotland og Hjaltlandseyjar.  Ef þú ert kona og frumkvöðull utan höfuðborgarsvæðisins getur þú sótt um stuðning W-Power til þess að tengjast jafningja þínum í öðru landi. 

 Jafningjatengslaverkefnið (P2P)  

Jafningjatengslaverkefnið er millilandaverkefni fyrir konur í frumkvöðlastétt í dreifðari byggðum norðurslóða. Umsækjandi veitir ákveðnar upplýsingar og á þeim grunni eru þ.ær paraðar við aðra umsækjendur eða teymi. 

Með því að taka þátt í verkefninu eiga konur í frumkvöðlastétt kost á að tengjast nýjum samstarfsaðilum, fá aðgang að nýjum mörkuðum og læra nýjar aðferðir eða kynnast tækjum og tólum til að leysa ýmisskonar vandamál. Það sem skiptir mestu er svo tenging við konur í sömu stöðu í öðrum löndum. 

 Hægt er fá meiri upplýsingar og sækja um á vef verkefnisins. 

 

Undirritun samningsins á milli Íslands og Kína.

Ísland og Kína í vísindasamstarf um minna kolefnisspor steinsteypu

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og og China Building Material Academy (CBMA) í Beijing hafa undirritað samning um vísindalegt samstarf um lækkun kolefnisspors byggingarefna, með aðaláherslu á steinsteypu. Viðstaddur undirritun samstarfssamningsins var forseti heimsambands sementsframleiðenda (World Cement Association), dr. Zhiping Song.
Framámenn klippa á borða við opnun Algaennovation.

Smáþörungaverksmiðja Algaennovation opnuð

Algaennovation Iceland hefur opnað smáþörungaverksmiðju á Hellisheiði. Um er að ræða fyrsta verkefnið í Jarðhitagarði ON í Ölfusi, þar sem fyrirtækið nýtir rafmagn, heitt og kalt vatn og koltvísýring beint frá jarðvarmavirkjun ON á Hellisheiði. Algaennovation stundar grunnframleiðslu í frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og er varan síðan fullunnin á Hellisheiði.