Trefjar úr blágrýti

Nýverið lauk verkefni á Íslandi þar sem kannaður var möguleiki á að framleiða samhangandi trefjar úr blágrýti (basalti) með notkun endurnýjanlegrar orku. Slíkar trefjar eru spennandi lausn sem nýta má t.d. í steinsteypu og plasti. Í norrænu verkefni, þar sem íslensku aðilarnir ÍSOR, Íslenskur jarðefnaiðnaður og Háskólinn í Reykjavík komu að verki, voru kannaðir möguleikar á framleiðslu hér á landi og mögulegar námur skoðaðar á yfir eitt hundrað stöðum á landinu.
Blágrýtið var misjafnlega heppilegt til verksins og engin tegund var nothæf í óbreyttri mynd. Með einföldum breytingum má þó breyta þremur blágrýtistegundum þannig að þær henti til framleiðslu á samhangandi trefjum. Seigja í einu sýni bendir til þess að sú tegund sé innan viðmiðunarmarka fyrir blágrýti í trefjagerð af þessu tagi.

Vísindagreinina "Suitability of Icelandic basalt for production of continuous fibres" eftir þá Birgi Jóhannesson, Þorstein I. Sigfússon og Hjalta Franzson má finna hér. 

Á myndinni er Birgir Jóhannesson með trefjar úr tilraunaframleiðslunni. 

 

Snjallvæðing og loftslagsmál á Nýsköpunarmóti Álklasans

Snjallvæðing og loftslagsmál á Nýsköpunarmóti Álklasans

Fjórir háskólanemar fengu hvatningarviðurkenningar á vel sóttu Nýsköpunarmóti Álklasans í Háskóla Íslands. Snjallvæðing, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið voru ofarlega á baugi í erindum.
Creative Business Cup fyrir skapandi frumkvöðla

Creative Business Cup fyrir skapandi frumkvöðla

Nýsköpunarmiðstöð Íslands óskar eftir umsóknum frá skapandi frumkvöðlum til að taka þátt í alþjóðlegu frumkvöðlakeppninni Creative Business Cup sem haldin verður 29. júní -2. júlí 2019. Opið er fyrir umsóknir til 5. maí. Viðskiptahugmyndin verður að hafa sterka tengingu við skapandi greinar, hafa hátt nýsköpunargildi og mikla markaðsmöguleika. Að minnsta kosti einn einstaklingur frá hverju liði verður að hafa menntun eða bakgrunn frá skapandi atvinnugreinum.Nýsköpunarmiðstöð Íslands leitar að öflugu frumkvöðlafyrirtæki