Trefjar úr blágrýti

Nýverið lauk verkefni á Íslandi þar sem kannaður var möguleiki á að framleiða samhangandi trefjar úr blágrýti (basalti) með notkun endurnýjanlegrar orku. Slíkar trefjar eru spennandi lausn sem nýta má t.d. í steinsteypu og plasti. Í norrænu verkefni, þar sem íslensku aðilarnir ÍSOR, Íslenskur jarðefnaiðnaður og Háskólinn í Reykjavík komu að verki, voru kannaðir möguleikar á framleiðslu hér á landi og mögulegar námur skoðaðar á yfir eitt hundrað stöðum á landinu.
Blágrýtið var misjafnlega heppilegt til verksins og engin tegund var nothæf í óbreyttri mynd. Með einföldum breytingum má þó breyta þremur blágrýtistegundum þannig að þær henti til framleiðslu á samhangandi trefjum. Seigja í einu sýni bendir til þess að sú tegund sé innan viðmiðunarmarka fyrir blágrýti í trefjagerð af þessu tagi.

Vísindagreinina "Suitability of Icelandic basalt for production of continuous fibres" eftir þá Birgi Jóhannesson, Þorstein I. Sigfússon og Hjalta Franzson má finna hér. 

Á myndinni er Birgir Jóhannesson með trefjar úr tilraunaframleiðslunni. 

 

Metskráning í norrænt heilsuhakkaþon

Metskráning í norrænt heilsuhakkaþon

Metskráning er frá teymum á ölllum Norðurlöndum í samnorrænt heilsuhakkaþon sem haldið verður í Reykjavík 22. – 24. mars.
Nýsköpunarmót Álklasans í HÍ 19. mars

Nýsköpunarmót Álklasans í HÍ 19. mars

Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið þriðjudaginn 19. mars frá klukkan. 14:00 -17:00 í hátíðarsalnum í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Að mótinu standa Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn.