Undirritun samnings um stuðning við frumkvöðla

Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir  verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og frumkvöðlarnir Svala Jó…
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar og frumkvöðlarnir Svala Jónsdóttir og Rósa Dögg.

Stjörnusprotar er verkefni sem Nýsköpunarmiðstöð er að setja á laggirnar. Verkefnið miðar að því að styðja fyrirtæki/frumkvöðla um leiðsögn og faglegan stuðning í gegnum fyrstu skref frumkvöðla.  Þetta er fjórði samningurinn um klæðaskerasaumaða aðstoð við frumkvöðla. 

Þær Svala Jónsdóttir og Rósa Dögg skrifuðu undir samning um leiðsögn og faglegan stuðning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands við viðskiptahugmynd þeirra í dag. 

 

Vel sótt ráðstefna um loftgæði, loftræsingar, innivist og vistvottun

Vel sótt ráðstefna um loftgæði, loftræsingar, innivist og vistvottun

Húsfyllir var á ráðstefnu um loftgæði, loftræsingar, innivist og vistvottun sem haldin var af Grænni byggð og Rannsóknastofu byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, í samvinnu við Mannvirkjastofnun og Verkfræðingafélag Íslands.
150 manns á fundi um matarauð innflytjenda

150 manns á fundi um matarauð innflytjenda

150 manns frá öllum heimshornum mættu á kynningarfund um möguleika nýaðfluttra á að koma sér upp matarvagni og bjóða upp á framandi götubita á torgum borgarinnnar. Fundurinn var haldinn í samstarfi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavík Street Food. Markmið fundarins var að kynna þá hugmynd að efna til einskonar viðskiptastuðnings eða námskeiðs sem mundi styðja við innflytjendur sem eiga sér þann draum að standa á eigin fótum og stofna til reksturs sem byggir á þeirra eigin matarhefð og þykir jafnvel framandi hérlendis.