Úthlutun styrkja úr verkefninu Stafrænu forskoti 2019

Mynd frá vinnustofu síðasta árs.
Mynd frá vinnustofu síðasta árs.

Búið er að úthluta ráðgjafastyrkjum til sex fyrirtækja úr verkefninu Stafrænu forskoti,  samtals að upphæð kr. 3.340.000 kr. Styrkirnir eru ætlaðir til kaupa á ráðgjöf við að  innleiða stafrænar lausnir hjá fyrirtækjunum en þau hafa öll sótt vinnustofur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stafrænan rekstur og markaðssetningu.

Verkefnin sex eru:

Álfheimar  - Borgarfirði eystra

Grímur Kokkur - Vestmannaeyjum 

Hallormsstaðaskóli - Hallormsstað

Hríseyjarbúðin - Hrísey

Skútusiglingar - Ísafirði

Vorhús - Akureyri

Stafrænt forskot - markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga um allt land með stuðningi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í gegnum byggðaáætlun. Verkefnastjórar eru Arna Lára Jónsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir.

Öll fyrirtæki geta nýtt tækifæri sem liggja í því að nýta stafræna tækni í markaðssetningu og rekstri. Þau fyrirtæki sem taka þátt í vinnustofunum hafa kost á að sækja um þennan styrk og verður næsta úthlutun eftir ár. Næstu vinnustofur eru á Selfossi, Sauðárkróki og á Húsavík í janúar og febrúar. Nánari upplýsingar eru að finna á forskot.nmi.is

 

Öryggiskrossinn verðlaunaður í Ræsingu Suðurnesja

Öryggiskrossinn verðlaunaður í Ræsingu Suðurnesja

Níu metnaðarfull verkefni tóku þátt í Ræsingu Suðurnesja, átaksverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Verkefnið var að þessu sinni haldið í samstarfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja.