Úthlutun styrkja úr Stafrænu forskoti

Búið er að úthluta ráðgjafastyrkjum til átta fyrirtækja úr verkefninu Stafrænu forskoti,  samtals að upphæð kr. 3.600.000 kr. Styrkirnir eru ætlaðir til kaupa á ráðgjöf við að  innleiða stafrænar lausnir hjá fyrirtækjunum en þau hafa öll sótt vinnustofur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um stafrænan stefnu og markaðssetningu. Alls bárust tuttugu og níu umsóknir í ráðgjafastyrki í verkefnið ,,Stafrænt forskot". 

Skilyrði fyrir að geta sótt um styrkin voru: að hafa mætt á vinnustofur ,,Stafrænt forskot", vera fyrirtæki á landsbyggðinni, (stofnanir gátu ekki sótt um). 

 

Verkefnin átta  eru:

Gistiheimilið Lyngholt - Þórshöfn 

Húss Handanna - Egilsstaðir

Eurovision í ferðaþjónustu - Húsavík

Midgard Base Camp - Hvolsvöllur

Léttari lausnir   - Siglufjörður

Understand Iceland - Selfoss

Kakalaskáli - Varmárhlíð

Litli hvíti kastalinn - Reykjanesbær

Stafrænt forskot - markaðssetning á samfélagsmiðlum, er verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands sem unnið er í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga um allt land með stuðningi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í gegnum byggðaáætlun. Verkefnastjórar eru Arna Lára Jónsdóttir og Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir.

Öll fyrirtæki geta nýtt tækifæri sem liggja í því að nýta stafræna tækni í markaðssetningu og rekstri. Þau fyrirtæki sem taka þátt í vinnustofunum hafa kost á að sækja um þennan styrk og verður næsta úthlutun auglýst eftir að næstu vinnustofur verða farnar af stað. Þar sem Nýsköpunarmiðstöð Ísands hættir um áramótin flyst verkefnið til en ekki er enn ljóst hvert. 

 

Nánari upplýsingar eru að finna á forskot.nmi.is

Nýja Rb blaðið um rakaöryggi bygginga

Nýtt Rb blað um rakaöryggi

Rannsóknastofa byggingariðnaðarins við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur gefið út nýtt Rb blað sem nefnist Rakaöryggi bygginga, skipulag, áætlanagerð og framkvæmd. Blaðið inniheldur yfirlit yfir ábendingar fyrir byggingaraðila sem vilja takmarka óæskilegan raka í byggingarefnum á framkvæmdastigi bygginga.
Fyrirmyndarstofnun ársins 2020

Fyrirmyndarstofnun ársins 2020

Nýsköpunarmiðstöð Íslands var valin Fyrirmyndarstofnun ársins 2020 í sínum stærðarflokki.