Útskrift Brautargengiskvenna vorönn 2020

22 konur útskrifuðust á dögunum af Brautargengi sem er námskeið ætlað konum til að þróa eigin viðskiptahugmynd. Hópurinn vann hörðum höndum alla vorönnina, þar sem fjarkennsla kom inn í stað hefðbundinnar kennslu í Covid faraldrinum. Hér er um sterkan hóp kvenna að ræða með flottar og ólíkar hugmyndir sem munu vonandi eiga farsæla framtíð fyrir sér.
Tvær viðurkenningar voru veittar. Viðurkenning fyrir mesta nýnæmið hlaut Halldóra Harðardóttir fyrir verkefni sitt Lífs spretta, sem er lífræn ræktun iðnaðarhamps á Íslandi og andlegt setur með gisti aðstöðu. Hvatningarverðlaun hlaut Elfa Björk Sævarsdóttir fyrir verkefni sitt, Gagnsjá gæðaráðgjöf, sem er gæðakerfi á heimavinnslum um land allt.
Eftirfarandi konur útskrifuðust með hugmyndir sínar:

Andrea Malín Bergdísardóttir

Grape – umhverfisvænn og ögrandi fatnaður

Birgitta Stefánsdóttir

Undireins – auglýsingastofa

Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir

Sögufylgd á Snæfellsnesi

Elfa Björk Sævarsdóttir

Gagnsjá gæðaráðgjöf

Elín Hlíf Helgadóttir

2020 Ráðgjöf

Elín Þórhallsdóttir

Piccolo vín

Elísabet Sveinsdóttir

Markaðskona á hjóli

Gerða Lárusdóttir

Mint Jewelry

Guðrún Helga

Tökum heilsu og hollustu upp á næsta level

Halldóra Harðardóttir

Lífs spretta,

Halldóra Kristjánsdóttir

When in Reykjavík – persónulegar ferðir þar sem þú færð að upplifa og njóta

Harpa Sigríður Magnúsdóttir

Þolþjálfun, uppbygging og endurhæfing hrossa

Harpa Ýr Erlendsdóttir

Lífs - Iðja

Heiðdís Skarphéðinsdóttir

Vefverslun með vörur tengdar svefni

Helga Birgisdóttir

SMILER hljóðfæri gleðinnar

Íris Guðmundsdóttir

Álfar eða ekki – gagnvirkar sögur í app formi

Mara Maximcius

Chickpea - veitingastaður með hollan og heilnæman skyndibita

Silja Hendriks

Víravirki – efling menningararfs

Sóley Árnadóttir

Sóleyjarkökur – handgert kökuskraut

Tara Brekkan Pétursdóttir

Förðunarskólinn Beauty Trix

Þorbjörg Friðriksdóttir

Reykjadalur Guesthouse

Þórhildur Ída Þórarinsdóttir

Þú.is – Vellíðan, þroski og vellíðan

Jón Hjaltalín Magnússon frumkvöðull og framkæmdastjóri Arctus Metals ehf. og Guðmundur Gunnarsson fa…

Ál framleitt með umhverfisvænum hætti, orkusparandi og býr til súrefni!

Umhverfisvæn álframleiðsla með óvirkum forskautum, sem er bylting fyrir áliðnaðinn. Engin CO2 losun. Getur orðið stærsta fyrirtæki á Íslandi.
Starfsfólk Arctus Metal ehf og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands ásamt forseta Íslands, Guðna Th. Jóhanne…

Loftslagsvæn álver með byltingarkenndri íslenskri nýsköpun

Forseti Íslands tók í dag á móti fyrstu álstönginni sem framleidd er með byltingarkenndri íslenskri nýjung. Íslenska fyrirtækið Arctus Metals ehf. hefur í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands unnið að þróun álframleiðsluferils sem gefur frá sér súrefni í stað koltvísýrings.