Vel heppnuðu Loftslagsmóti lokið

Nýsköpunarorkan var allsráðandi  á Grand Hótel   3. mars  þar sem rúmlega hundrað manns mættu milli kl. 9-12 og tóku þátt í samtals 230 örfundum, en hver fundur stóð yfir í 15 mínútur, á milli nýsköpunarfyrirtækja og stofnanna. Sum fyrirtæki nýttu einnig tækifærið og hittu önnur fyrirtæki með hugsanlegt samstarf í huga. Svokallað ,,Match Making" form var notað til að koma á fundunum, þar sem aðilar skrá inn prófíl sinn á vefsvæði og í kjölfarið bóka fundi með áhugaverðum aðilum.

Markmiðið með Loftslagsmóti  var að auka enn frekar nýsköpun í loftslagsmálum  og að koma á samtali á milli stofnana, fyrirtækja og frumkvöðla. 

Nú verður unnið hörðum höndum að eftirfylgni og vonandi verða til árangursríkar viðræður í kjölfarið sem styrkja fyrirtækin og opinberar stofananir enn frekar. 

Viðburðurinn er haldinn af Grænvangi og Nýsköpunarmiðstöð, í samstarfi við Festu og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þátttakendur voru sammála um það að þetta væri komið til að vera!

Ráðstefna um öryggi sjófarenda - skráning hér! - Frestun til haustsins

Ráðstefna um öryggi sjófarenda - skráning hér! - Frestun til haustsins

Ráðstefna um öryggi sjófarenda Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og Siglingaráð, i samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir ráðstefnu um öryggi sjófarenda í september í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg. Dagsetning kemur síðar!
Málþingi um rakaskemmdir frestað til haustsins

Málþingi um rakaskemmdir frestað til haustsins

Í ljósi nýjustu upplýsinga vegna COVID-19 veirunnar ætlum við að fresta málþinginu um rakaskemmdir sem halda átti 9. mars nk. Ráðgert er að halda hana 12. október 2020 á Grand Hótel Reykjavik. Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna í haust.